Fyrstu stig Fjölnismanna
Fjölnir sigraði Þrótt úr Reykjavík, 1:0, í deildabikar karla í fótbolta, Lengjubikarnum, þegar liðin mættust í Egilshöllinni í kvöld.
Viðar Ari Jónsson skoraði markið um miðjan fyrri hálfleik og Grafarvogspiltar fengu þarna sín fyrstu stig í mótinu en þeir töpuðu 3:4 fyrir Fylki í fyrsta leiknum. Þróttarar eru án stiga en þeir töpuðu 3:4 fyrir HK í fyrstu umferðinni.
Þór og FH eru með 6 stig í riðlinum, HK, Fjölnir og Fylkir eru með 3 stig en KA, Leiknir R. og Þróttur R. eru án stiga. HK og Leiknir R. mætast í síðasta leik annarrar umferðar á mánudagskvöldið.