Hlutverk SORPU

SORPA er byggðasamlag í eigu sveitarfélaganna sex á höfuðborgarsvæðinu; Reykjavík, Hafnarfjörður, Kópavogur, Seltjarnarnes, Mosfellsbær og Garðabær.

Í stofnsamningi kemur fram að tilgangur byggðasamlagsins er að annast meðhöndlun úrgangs sbr. lög nr. 55/2003 fyrir sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, sem öll eru stofnaðilar að því.

Verkefni byggðasamlagsins eru m.a. eftirfarandi:

  • Að útvega og starfrækja urðunarstað fyrir sorp.
  • Bygging og rekstur móttökustöðva.
  • Flutningur á sorpi frá móttökustöðvum.
  • Framleiðsla og sala á eldsneyti og orku úr sorpi eftir því sem hagkvæmt þykir.
  • Vinnsla og sala á efnum úr sorpi til endurnýtingar eftir því sem hagkvæmt þykir.
  • Samstarf og viðskipti við fyrirtæki er starfa á sviði endurvinnslu úrgangsefna eftir því sem hagkvæmt þykir.
  •  Að fylgjast með tækniþróun á sviði sorpeyðingar og endurvinnslu.
  •  Að sjá um eyðingu hættulegra úrgangsefna.
  •  Að þróa nýjar aðferðir til þess að vinna verðmæti úr úrgangsefnum.
  •  Að sinna kynningu á verkefnum SORPU bs. og gildi umhverfissjónarmiða við meðhöndlun sorps.
  •  Gera svæðisáætlanir sbr. lagakröfur hverju sinni.
  •  Önnur verkefni sem aðildarfélögin fela byggðasamlaginu sérstaklega.

Hér má skoða Stofnsamning SORPU

Hér má skoða Eigendastefnu SORPU

Hér má sjá Stefnumótun SORPU 2010 – 2015

4 einföld skref til að byrja að flokka

1. Minnkaðu plastpokanotkun með margnota innkaupapoka.
Það er ódýrara að kaupa rúllu af gráum ruslapokum en að kaupa poka við afgreiðslukassann.

2. Vertu þér úti um ílát (poka) og aðstöðu fyrir daglega flokkun.
Útsjónarsamir útbúa aðstöðu í eldhúsi, þvottahúsi eða bílskúr.

3. Hreinsaðu umbúðir og rúmmálsminnkaðu fyrir flokkun til að koma í veg fyrir ólykt og óþarfa fyrirferð.

4. Farðu reglulega í grenndargáma og á endurvinnslustöðvar.
Þú sérð strax minnkun á úrgangi og verður meðvitaður um óþarfa    umbúðir í innkaupum.

Margnota enduvinnslupokinn frá SORPU er unninn úr 85% endurunnu efni og tekur allt að 20 kg. Hann fæst gefins á næstu endurvinnslustöð.

 

Flokkun á rusli Pappír er ekki rusl