Menning og listir

Í Grafarvoginum er mikið af menning og listum.  Meðal annars er KorpArt-hópurinn á Sjónlistamiðstöðinni á Korpúlfsstöðum, opnar vinnustofur sínar fyrsta laugardaginn í mánuði yfir vetrartímann, milli kl. 13.00-17.00.  Þá gefst gestum tækifæri á að kynnast ólíkum verkum listamanna og hönnuða.  Fjölbreytni verkanna sem eru til sýnis og sölu er mikil, svo sem málverk, leirlist, textíll, fatnaður, hreyfimyndir, grafísk hönnun og landslagsarkitektúr.Rósu kaffi er opið þar sem hægt er að versla kaffi, kakó og nýbakað bakkelsi á hóflegu verði.

 

 Menningarhús Spönginni

Bókasafnið í Spönginni er nýjasta safn Borgarbókasafnsins, en það var opnað 6. desember 2014. Það er um 1.300 fermetrar á tveimur hæðum og er bæði lyfta og stigi milli hæða. Á neðri hæð er afgreiðsla, upplýsingaþjónusta, barnadeild, unglingadeild, tímarit, myndbönd og tónlist. Á efri hæð eru skáldsögur og fræðibækur. Þar er einnig góð aðstaða til að lesa, læra og fræðast. Lesa meira….

 

Gufunes, Grafarvogi: Gufunes er stórt útivistarsvæði í Grafarvogi. Þar er góð aðstaða fyrir ýmsar íþróttir, s.s. strandblak, frisbí-golf, klifur, hjólabretti og boltaleiki. Eins er grillaðstaða á svæðinu. Gufunesið er stórt landsvæði og hentar því til hverskonar útiveru. Helsti ókosturinn er vindurinn sem stendur stundum inn af hafi.