Tónskóli Hörpunnar

Tónskóli Hörpunnar var stofnaður 1999 af hjónunum Svanhvíti Sigurðardóttur og Kjartani Eggertssyni.  Fyrsta árið var skólinn til húsa að Gylfaflöt 5 í Grafarvogi en flutti þá í Bæjarflöt 17 og var þar næstu 15 árin. Núna er skólinn til húsa í Spönginni 39 en þangað fluttist hann í mars 2015.  Svanhvít og Kjartan höfðu áður starfað við tónlistarkennslu úti á landi og ber skólinn þess merki að mörgu leiti.

Skólinn var á meðal fyrstu tónlistarskóla í Reykjavík til að veita þjónustu innan veggja grunnskólanna. Í upphafi var þetta tilraun til að auka þjónustustigið og gefa fleirum kost á að sækja sér nám í tónlist, en eftir einsetningu grunnskólanna fór tónlistarkennsla eingöngu fram seinnipart dags og sá tími dags orðinn mjög ásetinn af öðrum tómstundum.

Foreldrar höfðu nú val um að láta börn sín sækja kennslu á hefðbundnum tímum í tónskólanum eða á morgnana í grunnskólanum. Börnin voru sótt inn í kennslustundir og það gert í samráði við kennara og foreldra.

Það má segja að þetta nána samstarf við grunnskólana sé sérstaða skólans, þó svo aðrir skólar fikri sig á þessa braut. Foreldrar eru ánægðir með fyrirkomulagið þó svo að það hafi tekið suma nokkurn tíma að venjast því. Í dag þykir þetta sjálfsagður hlutur.

Nánari Upplýsingar um skólann er að finna hérna….