- HEIM
- FRÉTTIR
- MYNDIR
- HVERFIÐ OKKAR
- AÐSENT EFNI
- ÍÞRÓTTIR
- UM OKKUR
Handknattleiksdeild Fjölnis er það sönn ánægja að kynna nýjasta styrktaraðila deildarinnar. Domino’s Pizza – Ísland hefur bæst við styrktaraðila handknattleiksdeildar Fjölnis. Bjóðum við Domino’s velkomin. Á myndinni má sjá Arnór Ásgeirsson framkvæmdarstjóri HDF og Egill Þorsteinsson þjónustustjóra Domino’s handsala samninginn í hádeginu.
Það er ekki langt fyrir Grafarvogsbúa að sækja sér Domio’s pizzu en um langa hríð hefur staður verið rekinn í Spönginni og fengið frábærar móttökur.
„Við erum stöðugt á ferðinni og í þessu tíðafari er það viðvarandi verkefni að halda gönguleiðum greiðfærum. Klakinn er ekkert að hverfa við þetta hitastig,“ segir Sigurður Geirsson stjórnandi dráttavéladeildar Reykjavíkurborgar og hann gerir ráð fyrir að vera á ferðinni með allan sinn mannskap inn í helgina og áfram næstu viku.
Á hverjum degi dreifa starfsmenn 30 – 40 tonnum af sandi eða um 200 tonnum á viku. Eftir stígum og gangstéttum fara sérútbúnar dráttarvélar sem borgin keypti haustið 2012. Í forgangi eru helstu göngu- og hjólastígar , svokallaðir stofnstígar milli borgarhluta og síðan helstu gönguleiðir að strætóbiðstöðvum og skólum sem eiga að vera greiðfærar fyrir kl. 8:00 virka daga. Notaður er þveginn sandur (0 – 8 mm) á gönguleiðir en saltblanda við strætóbiðstöðvar.
„Starfsmenn Reykjavíkurborgar leggja sig fram um að sinna vetrarþjónustunni vel,“ segir Guðjóna Björk Sigurðardóttir stjórnandi reksturs og umhirðu borgarlandsins. Auk gönguleiða hefur þurft að sandbera klakann sem er á skóla- og leikskólalóðum. Guðjóna segir að sýna verði starfsmönnum skilning við þessar síbreytilegu aðstæður, en mikilvægt sé að fá ábendingar. „Við leggjum áherslu á að bregðast vel og hratt við þegar ábendingar berast,“ segir hún og bætir við að best sé að fá ábendingar inn á ábendingavef Reykjavíkurborgar. Opna ábendingavef >>> Borgarlandið fyrir þínar ábendingar
„Borgarbúar hafa verið duglegir að sækja sér sand og salt á hverfastöðvarnar og verkbækistöðvar garðyrkjunnar,“ segir Guðjóna, sem leggur áherslu á þessa þjónustu.
Sand og salt geta íbúar sótt á hverfastöðvarnar við Njarðargötu, við Jafnasel, á Kjalarnesi og einnig á þjónustumiðstöðina á Stórhöfða. Hverfastöðvarnar eru opnar mánudaga til fimmtudaga frá kl. 7:30 – 17:00 og föstudaga kl. 7:30 – 15:25. Einnig má sækja sand á verkbækistöðvar garðyrkjunnar við Árbæjarblett og á Klambratúni við Flókagötu. Þær eru opnar mánudaga til miðvikudaga frá kl. 7:30 – 18:00 og fimmtudaga og föstudaga kl. 7:30 – 15:25.
SAMFOK, samtök foreldra grunnskólabarna, og skólastjórnendur í Reykjavík hafa tekið saman höndum um að efla samstarf heimila og skóla í borginni. Á fyrsta samstarfsfundi stjórna foreldrasamtakanna og Félags skólastjórnenda í Reykjavík, sem haldinn var 13. janúar, var áhersla lögð á að ræða fyrstu skrefin til að efla samstarfið, en með nýjum grunnskólalögum árið 2008 breyttist hlutverk bæði foreldra og skólastjórnenda í samstarfinu.
Aukin ábyrgð var lögð á foreldra um að taka þátt í samstarfinu um nám barna sinna og með tilkomu skólaráða opnuðust þeim dyr að samráðsvettvangi um málefni skólans. Á skólastjórum hvílir nú sú skylda að eiga samráð við foreldra um stefnumótun og allar meiri háttar ákvarðanir í skólahaldinu, auk þess að vera ábyrgir fyrir stofnun foreldrafélags í sínum skóla. Náið samstarf, samræður og góð upplýsingagjöf á báða bóga skiptir höfuðmáli þegar kemur að því að skapa traust og árangursríkt foreldrasamstarf.
Á samstarfsfundinum kom fram sameiginleg sýn á nauðsyn þess að skýra ábyrgð og hlutverk allra aðila í skólasamstarfinu og var setja saman gátlista sem taka á helstu þáttum sem snúa að samstarfi foreldra og skólastjórnenda.
Í næstu viku heldur SAMFOK námskeið í samvinnu við Félag skólastjórnenda í Reykjavík fyrir fulltrúa foreldra og þeirra sem starfa að málefnum barna og unglinga á grunnskólastigi, annars vegar í Vesturbæ og hins vegar í Árbæ, Grafarholti, Úlfarsárdal, Ártúnsholti og Norðlingaholti. Þar verður farið yfir nýju menntalögin og skoðað hvernig efla má félagsauð og samstarf milli skóla og innan hverfa.
Samfok...
Brúðubíllinn kemur í Grafarvogskirkju næstkomandi sunnudag kl.11:00.
Fjölskylduguðsþjónusta verður á efri hæð kirkjunnar og Lilli úr brúðubílnum
kemur í heimsókn og heilsar upp á krakkana.
Hlökkum mikið til að sjá ykkur!
Katrín V. Karlsdóttir er höfundur Bóndadagsgjafarinnar.
Það eina sem þú þarft að gera er að koma í galleríið og skrá þig til leiks!
Handknattleiksdeild Fjölnis ætlar að senda meistaraflokk kvenna til keppni á Íslandsmótinu keppnistímabilið 2015-2016, eða eftir hálft annað ár. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem deildin sendi frá sér í dag.
Haldinn var fundur 9. janúar með öllum foreldrum og leikmönnum í 3. og 4. flokki kvenna en það eru stúlkur fæddar árin 1995 til 1999. Þar var kynnt framtíðarsýn deildarinnar, „Fjölnir 2016“ og samningar við leikmenn voru undirritaðir.
Í tilkynningunni segir:
Í stuttu máli þá gengur verkefnið út á að tímabilið 2015-2016 mun handknattleiksdeild Fjölnis senda til keppnis samkeppnishæfan meistaraflokk byggðan á uppöldum og efnilegum leikmönnum. Þetta verkefni er samstarf deildarinnar við leikmenn og foreldra þar sem unnið er út frá fyrra verkefni “Fjölnir 2014”, sem hefur haldið utan um karlastarfið síðustu misseri.
Allir þeir leikmenn eða 28 talsins sem sátu fundinn undirrituðu samning og vel gekk að fá foreldra í nefndir. Stjórnin lagði gríðarlega áherslu á að fá stuðning foreldra, enda verkefni sem þetta ógerlegt án þeirra. Við erum því gríðarlega ánægð að tilkynna það að “Fjölnir 2016” er komið á fulla ferð og mikill hugur er í deildinni, stelpunum og foreldrum. Stelpurnar hafa verið að ná góðum árangri á tímabilinu og því verður gaman að fylgja eftir þessu frábæra verkefni.
Það er okkur mikið gleðiefni að tilkynna það að þeir Andri Þór Arnarsson, Birnir Ingason, Georg Guðjónsson, Gunnar Orri Guðmundsson og Jökull Blængsson skrifuðu á dögunum undir samninga við Fjölni. Andri samdi til tveggja ára, enn þeir Birnir, Georg, Gunnar og Jökull sömdu allir til þriggja ára. Andri er á sínu fyrsta ári í meistaraflokki karla, enn hinir eru allir gjaldgengir í 2. flokk félagsins, enn eiga hiklaust eftir að gera atlögu til að spila með meistaraflokki félagsins á komandi árum.
Allir eiga þessir strákar það sameiginlegt að vera uppaldir hjá félaginu og hafa vaxið gríðarlega undanfarin ár.
Andri Þór Arnarsson er fæddur árið 1994 og er vaxandi markmaður sem var til að mynda valinn besti leikmaður 2. flokks karla síðasliðið sumar. Hann hefur nú síðustu mánuði veitt þeim Þórði Ingasyni, Arnari Frey Ólafssyni og Steinari Erni Gunnarssyni mikla samkeppni og er honum fólgið það verkefni að láta til sín taka á næstu árum.
Birnir Ingason er fæddur árið 1996, hann er teknískur leikmaður sem hefur leyst fremstu stöðurnar á vellinum. Birnir hefur sýnt miklar framfarir að undaförnu. Hann var síðasta sumar á yngsta ári í öðrum flokki karla og var þar að berjast um stöðu í sterki liði 2. flokks sem fór til að mynda alla leið í úrslit Valitor Bikarsins þar sem liðið þurfti því miður að bíða lægri hlut gegn Breiðarbliki. Birnir hefur að undanförnu æft virkilega mikið og hefur að sögn þjálfara 2. flokks Kára Jónassyni og Birni Orra Hermanssyni sýnt ótrúlegar framfarir og var á dögunum tekinn inn á æfingar í u19 ára landsliði karla.
Georg Guðjónsson er fæddur árið 1997, Georg er sterkur varnarmaður sem hefur spilað sem miðvörður og varnarsinnaður miðjumaður. Georg er mikill leiðtogi og var hluti af sterku liði 3. flokks Fjölnis sem vann sér sæti í A riðli síðasta sumar. Georg hefur verið viðloðandi u17 ára landsliðið og er gríðarleg fyrirmynd sem æfir og leggur sig mikið fram.
Gunnar Orri Guðmundsson er fæddur árið 1997, Gunnar hefur komið gríðarlega á óvart undanfarin tvö ár. Hann hefur undanfarin ár spilað fremstu stöðurnar á vellinum, enn hefur undanfarið verið notaður sem hægri bakvörður. Gunnar býr yfir gríðarlega miklum hraða og er fjölhæfur leikmaður. Gunnar hefur verið nálægt u17 ára landsliðinu og er nokkuð ljóst að um spennandi leikmann er ræða.
Jökull Blængsson er líkt og Georg og Gunnar fæddur árið 1997. Hann er einn af þremur markvörðum sem koma til greina í u17 ára landslið karla sem er í fullum undirbúningi fyrir milliriðil EM sem spilaður verður í Portúgal í lok Mars. Jökull fór einnig nú á dögunum á reynslu til AGF í Danmörku þar sem hann æfði ásamt 3. flokks strákunum Ísaki Atla, Torfa Timoteus og Djordje Panic við bestu aðstæður í rúma viku.
Við Fjölnismenn erum virkilega ánægðir með að tilkynna þessar fréttir og vonumst til þess að sjá þessa stráka vaxa og verða afreksmenn í knattspyrnu á næstu árum. Ljóst er að allar dyr eru þeim opnar ef þeir eru tilbúnir að leggja á sig það sem til þarf og eru afrek Arons Jóhannssonar fyrrverandi leikmanns Fjölnis og nú leikmanns AZ Alkmaar og Bandaríska landsliðsins mikil hvatning fyrir þá efnilegu stráka sem eru að koma upp í yngri flokkum félagsins.
Íþróttaskóli Fjölnis er fyrir börn á aldrinum 3-6 ára. Ný námskeið hefjast laugardaginn 18.janúar. Hóparnir eru aldursskiptir, 3 – 4 ára hópurinn er kl. 09.00 og 5 – 6 ára hópurinn er kl. 10.00. Um er að ræða 10 laugardaga, þar sem farið verður í skemmtilega leiki um leið og unnið er með gróf – og fín hreyfingar, jafnvægi og ýmsar áskoranir. Íþróttaskólanámskeiðin eru í Hamraskóla.
Íþróttafræðingurinn Gylfi Guðnason fer fyrir hópunum. Skráning fer fram í iðkendaskráningarkerfi félagsins á heimasíðu þess www.fjolnir.is Hægt er að fá aðstoð við skráningu á skrifstofu félagsins í síma 578 2700.
Hlökkum til að sjá ykkur
Kær kveðja, Gylfi