• HEIM
  • HAFÐU SAMBAND
facebook
email
Helgihald kyrruviku og páska í Grafarvogskirkju
Fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur 12. mars 2025
Keldnaland – niðurstöður samkeppni
Mjólkurbikar KSÍ 2024
Frábær árangur hjá 4 flokki kvenna í knattspyrnu á Barcelona girls Cup:
  • HEIM
  • FRÉTTIR
  • MYNDIR
    • MYNDIR ÚR HVERFINU
  • HVERFIÐ OKKAR
    • VIÐBURÐIR
    • GALLERÍ KORPÚLFSSTAÐIR
    • ATVNNULÍFIÐ
      • VERSLUNARKJARNAR
        • BREKKUHÚSUM
        • HVERAFOLD
        • KORPUTORG
        • LAUFRIMA 21
        • SPÖNGIN
      • Sorpa
        • HVERFISSKIPULAG REYKJAVÍKUR
        • Hlutverk
        • Pappír er ekki rusl
    • FÉLAGASAMTÖK
      • KORPÚLFAR – FÉLAG ELDRI BORGARA Í GRAFARVOGI
      • SKÁTARNIR
    • GRAFARVOGSKIRKJA
      • Fermingar 2020
      • KIRKJUBYGGINGIN
      • LOGAFOLD SAFNAÐARBLAÐ
    • GÖNGU OG HJÓLALEIÐIR
    • HVERFISRÁÐ
      • HVERFIÐ Í TÖLUM
    • Heilsugæsla í Grafarvogi
    • ÍTR
      • GUFUNESBÆR
    • KORT AF GRAFARVOGI
    • MENNING OG LISTIR
      • KARLAKÓR GRAFARVOGS
      • MENNINGARHÚS SPÖNGINNI
    • SAGA GRAFARVOGS
      • KORPÚLFSSTAÐIR
    • SKÓLARNIR Í GRAFARVOGI
      • FÉLAGSMIÐSTÖÐVAR
      • FRAMHALDSSKÓLAR
      • FRÍSTUNDAHEIMILI
      • HEIMILI OG SKÓLI – LANDSSAMTÖK FORELDRA
        • FORELDRASÁTTMÁLINN
      • LEIK- OG GRUNNSKÓLAR
      • TÓNLISTARSKÓLINN
      • TÓNSKÓLI HÖRPUNNAR
    • STOLT GRAFARVOGS
    • ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐVAR
      • DAGFORELDRAR
        • DAGFORELDRAR Í HVERFINU
      • FÉLAGSMIÐSTÖÐ Í SPÖNG
      • ELDRI BORGARAR
      • FERÐAÞJÓNUSTA FATLAÐS FÓLKS
      • FÉLAGSLEG RÁÐGJÖF
      • FÉLAGSLEGAR ÍBÚÐIR
      • FJÁRHAGSAÐSTOÐ
      • SÉRFRÆÐIAÐSTOÐ VIÐ GRUNNSKÓLA
      • SKAMMTÍMAVISTUN ÁLFALAND
  • AÐSENT EFNI
    • DALE CARNEGIE
      • NÆSTA KYNSLÓÐ
    • TAPAÐ – FUNDIÐ
    • JÓLIN Í GRAFARVOGINUM
  • ÍÞRÓTTIR
    • FJÖLNIR
      • Sumarnámskeið 2019
      • Sumarnámskeið 2018
      • Sumarnámskeið 2016
    • GOLFKLÚBBUR REYKJAVÍKUR – KORPA
    • ÍÞRÓTTIR OG ÚTIVERA
    • GRAFARVOGSLAUG
      • ALMENNAR UPPLÝSINGAR
  • UM OKKUR

Aðsent efni

Leikhús ævintýranna í grenndarskógi Rimaskóla

02 jún 2017
Kristjan Sigurdsson
0

Nemendur 6. bekkjar Rimaskóla sýndu snilldartakta í leiklist þegar þeir settu upp klukkustundar sýningu á ævintýrum H.C. Andersen í grenndarskógi skólans.

Leiksýningin nefnist Klaufar og kóngsdætur, þrjú bestu ævintýri danska ævintýraskáldsins; Eldfærin, Svínahirðirinn og Hans klaufi.

Grenndarskógur Rimaskóla er eitt stórt leiksvið, þrjú rúmgóð rjóður fyrir leikara og áhorfendur. Skrautlegir búningar, myndræn sviðsmynd og að sjálfsögðu skógurinn setja sterkan svip á sýninguna. Nemendum og foreldrum er boðið í leikhúsið undir berum himni og kunna vel að meta.

Þetta er áttunda árið í röð sem að nemendur 6. bekkjar Rimaskóla setja upp leiksýningu í skóginum að vori og er þetta því orðin ómissandi hefð í lok skólaárs.

Leikstjóri að þessu sinni var Agnar Jón Egilsson leikhússtjóri Leynileikhússins með dyggri aðstoð umsjónarkennara og list-og verkgreinakennara.

Email, RSS Follow

Læsissáttmáli, Andrés önd með SAFT og Syrpuþon

30 maí 2017
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Barnastarf, Börn, Grafarvogur, Heimili og skóli, Læsisssáttmáli, Skemmtilegt, Skólastarf

Nú styttist í skólaslit og þá er ekki úr vegi að minna á mikilvægi yndislesturs í sumarfríinu og koma á framfæri sniðugum hugmyndum fyrir næsta skólaár. Við höfum tekið saman nokkrar hugmyndir sem börn, foreldrar og kennarar geta nýtt sér á næstunni sem og á komandi skólaári og vekjum einnig athygli á Syrpuþoni nú í maí.

Læsissáttmáli og lestrarbingó
Heimili og skóli – landssamtök foreldra útbjuggu á síðasta ári Læsissáttmála fyrir foreldra sem tilvalið er að leggja fyrir og ræða í upphafi skólaárs og/eða á öðrum tímum sem henta. Læsissáttmálinn er leiðarvísir og stuðningsefni fyrir foreldra. Bekkjarfulltrúar, umsjónarkennarar og aðrir geta nýtt sér sáttmálann til að koma af stað umræðum um læsi og hlutverk foreldra þegar kemur að námi og lestrarþjálfun barna. Í sáttmálanum eru kynnt sex áhersluatriði sem fela í sér leiðir til að ná settu marki. Sáttmálanum fylgja leiðbeiningar um fyrirlögn, veggspjald, ítarefni og einnig er hægt að fá skemmtileg bókamerki, segla og kvittanahefti fyrir börnin. Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur efnið nánar á heimasíðu okkar, heimiliogskoli.is, og hægt er að nálgast allt efnið á þjónustumiðstöð okkar endurgjaldslaust. Einnig er hægt að fá efnið sent. Nánar hér: http://www.heimiliogskoli.is/laesissattmali

Auk Læsissáttmálans er að finna fjölbreytt lestrarbingó á heimasíðu okkar sem stíla inn á skólafríin. Þar má t.d. finna tvö sumarlestrarbingó sem kjörið er að nýta sér sem lestrarhvatningu: http://www.heimiliogskoli.is/laesi/lestrarbingo

SAFT í samstarfi við Andrés önd

Heimili og skóli reka netöryggisverkefnið SAFT – Samfélag, fjölskylda og tækni og nú hefur SAFT í samstarfi við Eddu útgáfu útbúið Andrésarblað (með hinum eina sanna Andrési önd) þar sem fjallað er um netöryggi og bætta netnotkun. Blaðinu verður dreift með Morgunblaðinu á næstunni sem og á allri fræðslu og uppákomum sem SAFT stendur fyrir, á meðan birgðir endast. Við mælum með að börn, foreldrar og kennarar kynni sér þetta skemmtilega Andrésarblað saman.

Syrpuþon í maí 2017
Andrés Önd og verslunin Eymundsson
standa fyrir skemmtilegri upplestraruppákomu fyrir krakka á aldrinum 10-14 ára sem nefnist  Syrpuþon.  Syrpuþonið verður haldið  í verslun Eymundsson í Kringlunni, Laugardaginn 27. maí, milli klukkan 13.00 og 16.00. Allir þátttakendur fá glaðning og viðurkenningu fyrir þátttökuna.

Syrpuþonið er hugsað sem tækifæri fyrir krakka til að spreyta sig á leikupplestri með tilþrifum.

Fyrirkomulagið er einfalt, krakkarnir skrá sig til leiks á www.andresond.is/syrputhon og mæta svo í Eymundsson Kringlunni (á móti Bónus). Þar leiklesa þau upp úr Syrpu í 1-2 mínútur í senn og fá dygga aðstoð og ráðleggingar frá leikaranum og skemmtikraftinum Björgvini Franz Gíslasyni.

Uppákoman verður tekin upp á vídeó og verða tvö (stelpa og strákur) valin úr hópi þátttakenda til að vera „Syrpuröddin” og fá þannig tækifæri til að lesa inn á auglýsingar fyrir Syrpur og Andrés Önd.

Markmið uppákomunnar er að hvetja krakka til lesturs og gefa þeim tækifæri til að lesa upphátt með leiktilþrifum og taka þannig þátt í jákvæðu, skemmtilegu verkefni sem allir ættu að geta ráðið við og haft gaman af. Nánari upplýsingar veitir María í síma 894 8898 og einnig er hægt að skoða auglýsingu í viðhengi.

Eflum lestur í sumar sem og alla daga!

 

 

 

Email, RSS Follow

Fjölnir mætir Stjörnunni í kvöld kl 19.15 í Dalhúsum – allir á völlinn

28 maí 2017
Baldvin Berndsen
0
Aðsent, Extra völlurinn, Fjölnir, Fótbolti, Grafarvogur., Pepsídeildin

Það skiptir miklu máli að Fjölnir fái góðan stuðning í sumar. Því viljum við benda á að heimaleikjakort fást á einfaldan máta hér: http://tix.is/is/buyingflow/tickets/3905/ og svo eru kortin sótt í miðasölunni. Þá er einnig hægt að kaupa kort í miðasölunni fyrir leik.

Frítt er fyrir börn 16 ára og yngri að sjálfsögðu.

Við viljum hvetja ykkur til þess að styðja við Fjölni með því að kaupa kort, mæta með alla fjölskylduna á völlinn og taka þátt í að gera Fjölni að rísandi stórveldi. Gerum þetta að okkar sumri saman 🙂

Áfram Fjölnir!“

 

 

Email, RSS Follow

Fjölnishlaup Gaman ferða var haldið í morgun í Grafarvogi.

25 maí 2017
Baldvin Berndsen
0
Dalhús, Fjölnir, Fjölnishlaup, Gamanferðir, Grafarvogur, Hlaup, Krakkar

Fjölnishlaup Gaman ferða (Powerade sumarhlaupin): Hið gamalkunna Fjölnishlaup fór fram í 29. skipti. 10 km hlaupaleið en einnig var í boði 1,4 km hlaupaleið fyrir yngri kynslóðina. Fjölnir í  Grafarvoginum hafa haldið hlaupið í næstum þrjátíu ár.

Hægt er að skoða myndir hérna…..

 

Email, RSS Follow

Grafarvogsdagurinn 27.maí 2017

25 maí 2017
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Félag eldriborgara í Grafarvogi, Grafarvogsdagurinn 2017, Grafarvogur., Kirkjan, Korpúlfar, Skemmtun, Skólastarf, Spöngin

Grafarvogsdagurinn, hverfishátíð Grafarvogsbúa, fer nú fram í 20. sinn laugardaginn 27. maí. Sem fyrr er markmið dagsins að sameina íbúa hverfisins og skapa vettvang
til að hittast og gera sér glaðan dag.

Vel hefur tekist að virkja þann mikla mannauð sem býr í hverfinu og hefur fjöldinn allur af einstaklingum, fyrirtækjum og félögum lagt hönd á plóg við að gera dagskrá dagsins sem glæsilegasta. Helstu dagskrársvæðin að þessu sinni verða í og við Egilshöll, Korpúlfsstaði, Spöng og á svæðinu vestan megin við Strandveg en þar
munu Frístundamiðstöðin Gufunesbær, Skemmtigarðurinn, og SORPA bjóða til viðamikillar dagskrár. Auk þess verður skemmtidagskrá í Grafarvogslaug og í
Gylfaflöt, bæði við verslun Krumma ehf og í húsnæði Landsnets.

Undirbúningur hátíðahaldanna er í höndum Miðgarðs, þjónustumiðstöðvar Grafarvogs og Kjalarness, en verkefnið er samstarfsverkefni fjölda félaga, fyrirtækja, einstaklinga og stofnana í Grafarvogi.

Mikil vinna hefur verið lögð í dagskrárundirbúning og nú er komið að íbúum hverfisins að taka virkan þátt í því sem boðið verður upp á.

Fjölmörg fyrirtæki í hverfinu styðja rausnarlega við bakið á verkefninu og eru þeim hér með færðar sérstakar þakkir fyrir þeirra  framlag.
Gerum okkur glaðan dag á laugardaginn!

 

Hérna er hægt að sækja viðburðaskrá dagsins…..

Dagskrá Grafarvogsdagsins: http://reykjavik.is/sites/default/files/grafarvogsdagurinn2017_web.pdf

 

 

 


Email, RSS Follow

Grænar tunnur vinsælar í Reykjavík

24 maí 2017
Kristjan Sigurdsson
0

Þrettán grænar tunnur undir plast eru að jafnaði pantaðar í hverri viku og hefur þeim fjölgað um 250 frá áramótum. Vinsældir grænna tunna undir plast og blárra undir pappír hafa aukist verulega í Reykjavík á þessu ári. Gráum tunnum fyrir blandaðan heimilisúrgang er skilað á móti. Þetta kemur fram á vefsíðu Reykjavíkurborgar.

Þetta gefur til kynna aukna flokkun á heimilum en það er ódýrara að hafa tunnur undir endurvinnsluefni en gráa tunnu fyrir blandaðan úrgang. Mörg heimili skila einnig endurvinnsluefnum á grenndar- og endurvinnslustöðvar.

13 grænar tunnur eru að jafnaði pantaðar í hverri viku og hefur þeim fjölgað um  250 frá áramótum. Um 150 bláar tunnur hafa verið pantaðar á árinu eða átta að meðaltali á viku. Gráum tunnum fækkar um eina á viku og spartunnum fjölgar um eina.

Margir skila á grenndarstöðvar

Valkostirnir eru fleiri og hafa margir borgarbúar valið að skila endurvinnsluefnum á grenndar- og endurvinnslustöðvar í stað þess að fá tunnu við heimilið og hafa til dæmis skil á plasti þangað aukist um 120% frá árinu 2015.

Um 48.200 tunnur eru við um 50.000 heimili í borginni og skiptast í 28 þúsund gráar, þrjú þúsund spartunnur, hvor tveggja undir blandaðan úrgang. 14 þúsund bláar undir pappírsefni og þrjú þúsund grænar undir plast.

Söfnun á plasti hæst í Reykjavík

Ef miðað er við söfnun á plasti á höfuðborgarsvæðinu á þessu ári þá er söfnun á plasti hvað hæst í Reykjavík eða 5,2 kíló á íbúa á ári. Græna tunnan og grenndargámar taka við um 2,9 kílóum að meðaltali á hvern íbúa í Reykjavík á meðan endurvinnslustöðvar taka við 2,3 kílóum. Samkvæmt greiningu SORPU þá skilaði árangur af söfnun í poka í gráu tunnuna á Seltjarnarnesi 4,8 kíló á íbúa. Það er því um 15% meiri ávinningur að söfnun í sér tunnu undir plast en í poka í gráu tunnuna.

Grenndarstöðvar hafa tekið við 53% meira á þessu ári en á sama tíma og í fyrra eða 70 tonnum í stað 33. Veruleg tækifæri eru í frekari söfnun á plasti og skilum til endurvinnslu því talið er 30 kíló falli til frá hverjum íbúa á ári.

Tengill
http://www.ekkirusl.is/

 

 

Email, RSS Follow

Stuðningurinn í að sleppa takinu

22 maí 2017
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Barnastarf, Börn, Fermingar í Grafarvogi, Fjölnir handbolti, Fjölnir knattspyrna, Grafarvogur, Íþróttir barna, Stuðningur við börn í íþróttu

Ég skal vera alveg heiðarlegur að mér finnst oft erfitt að standa mig í því hlutverki að vera góður faðir þriggja ungra stúlkna. Það var enginn sem sagði mér hvað To do listinn væri langur áður en ég varð faðir.

Nú eru tvær af dömunum mínum komnar vel af stað í íþróttum (11 og 12 ára gamlar). Þegar þær voru að byrja um 6 ára, þá hugsaði ég með mér að nú væru þær komnar á heimavöllinn minn og ég gæti lagt eitthvað afmörkum sem pabbi þeirra! Lærður íþróttafræðingur, starfað sem íþróttakennari, þjálfari og í starfi hjá ÍSÍ í þróunar- og fræðslumálum.

ég stóð sjálfan mig að því að kalla leiðbeiningar um hvað hún ætti að vera að gera

Ég bauð mig auðvitað fram í foreldraráð og fararstjórn þegar þurfti. Mætti á æfingar og fylgdist með, gaf ungum þjálfurum þeirra ráð um hvað þær/þeir gætu gert öðruvísi og mögulega betur. Þegar kom að mótum og leikjum þá átti ég alltaf til viskukorn handa systrunum um hvað væri hægt að gera til að bæta sig. Þekkti allar stöður á vellinum, leikmaður, þjálfari, dómari, félagsmaður, áhorfandi. Ég gat haft skoðun á öllum þessum hlutverkum og þóttist vita þetta allt.

Þar til á einu móti hjá eldri dóttur minni að ég stóð sjálfan mig að því að kalla leiðbeiningar um hvað hún ætti að vera að gera. Það var nú ekki í fyrsta skiptið, né það síðasta. En líkt og svo margir aðrir foreldrar á hliðarlínunni, þá hvarf ég með stelpunum inn í leikinn. Þær voru samt bara 10 ára! Þegar leiknum lauk áttaði ég mig á því að ég var ekki þarna sem pabbi lengur, heldur keppnismaður!

Að móti loknu áttum við langa heimferð fyrir höndum. Á leiðinni gafst mér tækifæri til að taka stöðuna á sjálfum mér og átta mig á hvert hlutverk mitt ætti að vera. Ég lagði af stað í þessa vegferð með dætrum mínum með það að markmiði að vera ástríkt foreldri og stuðningsmaður þeirra númer eitt. Eftir því sem leið á heimferðina þá rann það upp fyrir mér að ég hafði öðlast mikla reynslu sem íþróttamaður, íþróttakennari/þjálfari og nú sem starfsmaður í íþróttahreyfingunni, en var í rauninni rétt að byrja sem foreldri. Í öllum hinum hlutverkunum hafði ég þjálfara, kennara/leiðbeinanda eða fræðilegt efni til að styðjast við. Þrátt fyrir að búa yfir allri þessarri reynslu þá hafði ég í raun lítið lesið mig til um foreldrahlutverkið, hvað þá að vera foreldri barns í íþróttum.

Íþróttir eru einn besti vettvangur fyrir börn til þess að læra að taka áhættur

Það var því mitt fyrsta verk þegar ég mætti í vinnuna daginn eftir að kynna mér hvað íþróttavísindin hefðu að segja um hlutverk foreldra í uppeldi barna í íþróttum. Í eins stuttu máli og hægt er. Þá kom svarið mér í raun ekki á óvart.

Leyfa barninu að gera mistök

Eitt af því sem ég rakst á í þessari leit minni var þessi ágæti fyrirlestur John O´Sullivan um stöðu mála barna- og unglingaíþróttir í Ameríku.

Íþróttir eru einn besti vettvangur fyrir börn til þess að læra að taka áhættur og fá að gera  mistök, því innan leiksins verða mistökin hvorki varanleg né lífshættuleg. Stelpurnar mínar vilja ekki og þurfa ekki á mér að halda til þess að bjarga þeim ef eitthvað klikkar. Það er ekki mitt að bæta á þær auka álagi/stressi með því að koma með ábendingar eða leiðbeiningar. Nóg á stressið og samfélagslegi þrýstingurinn eftir að verða þegar þær eldast. Íþróttaþátttaka þeirra  á að vera á þeirra forsendum.

Ég áttaði mig á því að þetta er eins og þegar að þær lærðu að hjóla. Þær byrjuðu á þríhjóli, lítil áhætta, nálægt jörðinni og þær fóru hægt yfir. Næsta stig var að fara á hjól með hjálpardekkjum. Þetta var aðeins erfiðara fyrir mig, því ég vildi ekki að þær meiddu sig komnar hærra upp frá jörðinni og farnar að fara hraðar yfir. Að lokum var hjálpardekkjunum sleppt og þá var bara tvennt sem ég þurfti að gera; Veita þeim smá stuðning þar til þær fundu jafnvægið og sleppa takinu.

„Ég elska að sjá þig spila“

Hlutverk mitt sem foreldri er einmitt að sleppa takinu á barninu í handleiðslu þjálfarans og umgjörð leiksins. Finna að ég treysti viðkomandi og því umhverfi sem barnið er í. Með þeim hætti fær barnið að taka ábyrgð á sínum mistökum en umfram allt að njóta þess að taka framförum á eigin verðleikum. Árangurinn mælist ekki í sigrum, heldur framförum og ánægju barnsins. Íþróttir eiga að vera sjálfsnám barnsins,

‍

Hugmyndir um hvað við getum sagt við börnin okkar þegar þau keppa

Hér eru þrjú einföld ráð byggð á sálfræðirannsóknum sem við getum sagt við börnin okkar:

Hugmyndir um hvað foreldrar geta sagt við barnið sitt þegar þau fara að keppa.

‍

Sex einföld orð…

Að lokum langar mig til þess að vitna í niðurstöður rannsóknar sem var framkvæmd á íþróttafólki í háskóla og stóð yfir í nokkra áratugi. Þar var íþróttafólk spurt hvað það var sem foreldrar þeirra sögðu sem veitti þeim mesta ánægju og hvatningu. Niðurstaða rannsakenda rúmaðist í einni stuttri setningu; „Ég elska að sjá þig spila“. Það var allt og sumt. Einungis sex orð. Skilaboðin eru ekki flóknar en þetta.

Þegar ég las þetta á sínum tíma þá hugsaði ég með mér að prófa þetta við fyrsta tækifæri á stelpunum mínum. Stuttu seinna spilaði önnur dóttirin á tónfundi, einleik á þverflautuna sína. Eftir tónleikana sagði ég við hana; „Ég elska að hlusta á þig spila“ og gaf henni stórt knús. Ekkert meira.  Ég sá hvar bros færðist yfir andlitið, hún rétti úr sér og ég sá hvað hún fylltist af stolti yfir eigin frammistöðu. Það var á þessari stundu sem mér fannst ég standa mig sem pabbi.

 


Email, RSS Follow

Vertu með í að móta nýja menntastefnu fyrir Reykjavík

22 maí 2017
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Grafarvogur, Menntastefna Reykjavíkur, Skólastarf

Ný menntastefna fyrir Reykjavíkurborg fram til ársins 2030 er í mótun. Útgangspunktur hennar er barnið sjálft. Leitað er eftir samráði og þátttöku allra borgarbúa við gerð stefnunnar. Leitast verður við að ná fram skoðunum borgarbúa á því hvaða færni 18 ára einstaklingar eiga að hafa öðlast fyrir tilstuðlan skóla- og frístundastarfsins á árinu 2030.

Á vormisserinu hafa verið haldnir hugarflugsfundir með stjórnendum og starfsfólki í skóla- og frístundastarfinu í borginni og með börnum og foreldrum. Á grundvelli þeirra funda hafa verið settir fram sjö meginfærniþættir sem stefna skuli að í skóla- og frístundastarfinu. Næsta skref er að fá fram skoðanir borgarbúa á þessum þáttum og bjóða þeim að setja fram hugmyndir að nýjum.

Fram til 10. júní verður opið samráð á íbúavefnum Betri Reykjavík, á vefslóðinni www.betrireykjavik.is. Þar geta borgarbúar forgangsraðað hugmyndum að stefnumiðum í menntamálum, sett fram sínar eigin, fært fram rök með og á móti og skiptst á skoðunum. Á haustmánuðum verður svo aftur boðið til samráðs á Betri Reykjavík um hvaða breytingar þurfi að gera á skóla- og frístundastarfinu til að laða fram þá hæfni sem mestu máli skiptir að mati borgarbúa.

Þetta er í fyrsta sinn sem allir borgarbúar eiga beina aðkomu að því að móta stefnu og framtíðarsýn borgarinnar í ákveðnum málaflokki. Börnin og skóla- og frístundastarfið varðar okkur öll og því er þín skoðun og þátttaka mikilvæg.

Vertu með í að móta menntastefnu fram til ársins 2030 á www.betrireykjavik.is


 

Email, RSS Follow

Siglfirðingamessa 21. maí kl. 14:00

20 maí 2017
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Bænahald, Bænir, Grafarvogskirkja, Grafarvogur., Kirkjan, Prestar

Siglfirðingamessa í Grafarvogskirkju sunnudaginn 21. maí kl. 14:00. Ræðumaður er Birgir Gunnarsson, forstjóri Reykjalundar. Séra Vigfús Þór Árnason, séra Guðrún Karls Helgudóttir, séra Eysteinn Orri Gunnarsson, Dóra Sólrún Kristjánsdóttir djákni, Hólmfríður Ólafsdóttir djákni, Snævar Jón Andrésson guðfræðingur og Hermann Jónsson fyrrum meðhjálpari og kirkjuvörður þjóna fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju syngur og organisti er Antonia Hevesi. Hlöðver Sigurðsson verður með einsöng.

Ljúffengt Siglfirðingakaffi eftir messu.

Email, RSS Follow
« First‹ Previous56575859606162Next ›Last »
banner
banner
banner
banner
banner
banner

Gagnlegir tenglar

  • HEILSUGÆSLAN
  • MIÐGARÐUR
  • HVERFIÐ MITT
  • MOJE_S_SIEDZTWO
  • MANO_KAIMYNIST_JE
  • MY NEIGHBOURHOOD

Börnin okkar

  • FRAMHALDSSKÓLAR
  • GUFUNESBÆR
  • LEIK OG GRUNNSKÓLAR
  • SKÁTAFÉLAGIÐ HAMAR
  • TÓNLISTARSKÓLINN

GRAFARVOGSBÚAR Á FLICKR

Allur réttur áskilinn © 2024
www.grafarvogsbuar.is