Frábær árangur hjá 4 flokki kvenna í knattspyrnu á Barcelona girls Cup:

Fjórði flokkur kvenna fór í síðustu viku í æfinga- og keppnisferð til Spánar.  Stefnan var tekin á Salou þar sem alþjóðlegt mót stúlkna í knattspyrnu er haldið ár hvert, Barcelona girls cup.  Flogið var út þriðjudaginn 6. júní og náði hópurinn nokkrum æfingum fyrir mótið sem hófst þann 10 júní. Þar voru 28 Fjölnisstelpur mættar galvaskar og tvö lið skráð til leiks.   

Fjölnir 2 byrjaði mótið illa fyrri keppnisdaginn en sótti heldur betur í sig veðrið og endaði mótið á mjög svo flottum og jákvæðum nótum.  Mikill stígandi var í liðinu og klárt að þessi æfinga- og keppnisferð kemur á réttum tíma og eflir liðið fyrir næstu leiki á Íslandsmótinu.    

Fjölnir 1 byrjaði mótið með miklum látum og frábær spilamennska og mikil barátta skilaði liðinu í undanúrslit.  Sá leikur tapaðist með einu marki, fyrir liðinu endaði á því að sigra mótið.  Í leiknum um þriðja sætið mættu stelpurnar liði Aftureldingar í hörkuleik þar sem ekkert var gefið eftir.  Fjölnir komst yfir í byrjun seinni með  hálfleiks en Afturelding náði að jafna leikinn með síðustu spyrnu leiksins.  Vítakeppni þurfti því til að fá niðurstöðu.  Vítakeppnin var æsispennandi og þurfti bráðabana til, en að lokum náðu Fjölnisstelpur að tryggja sér sigur.   Stelpurnar töpuðu aðeins einum leik í mótinu, í undanúrslitum.  Frábær árangur og mikill stígandi hjá liðinu.

Með hópnum í Salou voru þjálfararnir Halldór Bjarki Guðmundsson og Andri Freyr Björnsson.  Fararstjórar með hópnum voru hjónin Einar Ásgeir og Erna Margrét Arnardóttir.  Þá fylgdu fjölmargir foreldrar hópnum út og skapaðist mikil og góð stemning innan foreldrahópsins.  Stelpurnar náðu líka að skemmta sér vel á milli æfinga og leikja, farið var í bæði leiktækja-  og vatnsleikjagarð.   Stelpurnar stóðu sig frábærlega í alla staði og voru sér og félaginu til mikils sóma.

Nokkrar myndir í link:    https://photos.app.goo.gl/5adTELHYPmV9uJhK7

Ragnar Lárus sendi okkur þennan pistil og hlekk á myndir.

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.