FERÐAÞJÓNUSTA FATLAÐS FÓLKS

Ferðaþjónusta fatlaðs fólks er ætluð til afnota fyrir þá íbúa Reykjavíkur sem eru hjólastólanotendur, blindir og geta eigi notað önnur farartæki. Einnig þeir sem geta ekki nota almenningsvagnaþjónustu vegna annarrar fötlunar og hafa ekki aðgang að eigin faratæki.

Hvaða gögnum þarf að skila:

Skila þarf læknisvottorði.

Hvernig eru ábendingar og kvartanir meðhöndlaðar:

Almennum kvörtunum/ábendingum er hægt að koma á framfæri símleiðis eða í móttöku á þjónustumiðstöðvum borgarinnar, einnig Velferðarsviði Reykjavíkurborgar, Borgartúni 10-12, sími: 4 11 11 11

Hvernig eru kærur meðhöndlaðar:

Ákvörðun um synjun á ferðaþjónustu fatlaðs fólks má áfrýja til Velferðarráðs Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík. Skal það gert skriflega og eigi síðar en 4 vikum eftir að viðkomandi barst vitneskja um ákvörðun.

Ákvörðun velferðarráðs má áfrýja til úrskurðarnefndar félagsþjónustu, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík. Skal það gert eigi síðar en 4 vikur frá því að viðkomandi barst vitneskju um ákvörðun.

Umsókn um ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk

Þeir sem eiga lögheimili í Grafarvogi eða Kjalarnesi skulu skila umsóknum til Miðgarðs sem annast meðferð umsóknar.
Allar nánari upplýsingar eru veittar hjá þjónustufulltrúum í síma 411-1400