Saga Grafarvogs

Grafarvogur er hverfi í Reykjavík, sem afmarkast af ósum Elliðaár í vestri, samnefndum vogi í suðri og Vesturlandsvegi í austri, sveitafélagsmörkum að Mosfellsbæ og sjó. Hverfið er fjölbýlt og er það enn í uppbyggingu. Í hverfinu er ein kirkja, Grafarvogskirkja. Póstnúmer í Grafarvogi er 112 og 110.

Til Grafarvogshverfis teljast Hamrar, Foldir, Hús, Rimar, Borgir, Víkur, Engi, Spöng, Staðir, Höfðar, Bryggjuhverfi, Geirsnef, Gufunes og Geldinganes.

Grafarvogur dregur nafn sitt af bænum Gröf, sem nú er í eyði en stóð innst við hann, við Grafarlæk fyrir sunnan Keldur.

Grafarlækur er lítill lækur sem fellur úr Grafarholti vestur í Grafarvog austarlega í Reykjavík.

Gufunes er allstórt nes austarlega í Reykjavík, milli Elliðaárvogs og Eiðsvíkur.

Þar var til skamms tíma rekin áburðarverksmiðja, og þar var einnig stór sorphaugur sem var notaður í fyllingu út á sjó, (undir Gufunes túninu).

Hannes Hafliðason, skipstjóri og bæjarfulltrúi í Reykjavík fæddist í Gufunesi.