Heilsugæsla í Grafarvogi

Núna höfum við Grafarvogsbúar tvær heilsugæslur til að fá bót meina okkar.

 

Heilsugæslan í Grafarvogi, Spönginni

Almennur opnunartími er frá kl. 08 til 16.00 alla virka daga, tímapantanir eru í síma 513 5600.

Dagvakt hjúkrunarfræðinga þar sem fólk getur komið með erindi sín og fengið afgreiðslu án tímapantana er opin frá kl 8-16.  Læknir er einnig á vakt á sama tíma og hjúkrunarfræðingar vísa þeim áfram til hans sem þess þurfa með.  Hjúkrunarvaktin sinnir margvíslegum erindum og er leiðin þín til að fá tíma strax í bráðum tilvikum.

Samdægurstímar lækna eru til ráðstöfunar, daglega.

 Síðdegisvakt lækna er milli kl. 16.00 og 18.00 mánudaga -fimmtudaga, og  milli kl. 16 og 17 föstudaga.

Lyfjasíminn  513 5602 er opinn milli milli kl   09-11

HEILSUVERA.IS  Hægt er að bóka tíma, senda lyfjabeiðni og senda fyrirspurnir.

 

 

Heilsugæsla Höfða

Almennur opnunartími Heilsugæslunnar Höfða er frá kl. 08 til 16.00 alla virka daga.

Morgunvakt er milli kl. 08.00 og 10.00  Ekki þarf að bóka tíma.    Síðdegisvakt er milli kl. 16.00 og 18.00

Símatímar lækna: Reynt er að afgreiða samdægurs símtöl sem berast fyrir hádegi.

Lyfjasíminn 591-7050  Lyfjabeiðnir sem berast fyrir hádegi eru afgreidd samdægurs

HEILSUVERA.IS  Hægt er að bóka tíma, senda lyfjabeiðni og senda fyrirspurn til læknis.