Fræðsluhlutverk SORPU

Fræðslustarf SORPU hefur vaxið og dafnað á undanförnum árum, enda mikil eftirspurn eftir þeim þætti. Markmið fræðslunnar er að auka meðvitund fólks um flokkun, endurvinnslu og endurnýtingu úrgangs með það að leiðarljósi að gera fólk að ábyrgum og vistvænum neytendum.

Fræðsla fyrir hópa
SORPA býður upp á fræðsluferðir um fyrirtækið fyrir hópa:

Á hverju ári koma um 2500 einstaklingar á öllum aldri í slíka fræðslu og er stærsti hópurinn nemendur leik- og grunnskóla.

Umhverfis- og fræðslufulltrúi SORPU, Erla Hlín Helgadóttir tekur við tímapöntunum í fræðslu og vettvangsferðir í síma 520 2200 eða í tölvupósti.

SORPA hefur gefið út náms- og fræðsluefni fyrir yngri kynslóðina, ásamt því að gefa út fræðsluefni tengt umhverfismálum.