Félagasamtök

Ýmiss félagasamtök eru starfandi í Grafarvoginum. Má í því sambandi nefna íbúasamtök Grafarvogs- og Bryggjuhverfis. Fjölbreytt félagsstarf eldri borgara er í Grafarvogi.  Korpúlfarnir, samtök eldri borgara í Grafarvogi, var stofnað árið 1998. Starfsemin hefur farið ört vaxandi ár frá ári og er í miklum blóma frá byrjun september og fram í miðjan júní ár hvert.

Eins og nærri má geta stendur íþrótta- og skátastarf með miklum blóma í Grafarvogi.