Jólafótboltamót Fjölnis – 6.og 7.flokkur kvenna.
Jólafótboltamót Fjölnis 2016 var haldið, líkt og undanfarin ár, nú 10. desember í Egilshöllinni. Mótið er fyrir 6. og 7. flokk kvenna.
Voru um 550 hressar fótboltastelpur í jólafótboltastuði og eitthvað um 1000 foreldrum til að styðja við bakið á þeim.
Spilaður var 5 manna bolti, leiktími 10 mín og hvert lið lék 5 leiki.
6. flokkur byrjaði um morguninn og svo tók við 7. flokkur. Viðaveran í Egilshöll var um 2,5 klst. hjá hverju liði.
Þátttökugjald var 2500 kr. Innifalið var: verðlaunapeningur, þátttökuverðlaun og pizzuveisla.
Sportbitinn var opinn og boðið var uppá kaffi og bakkelsi á sanngjörnu verði í umsjá foreldrafélags 3. flokks kvenna Fjölnis. Þá sáu iðkendur 4. flokks kvenna og karla Fjölnis um dómgæslu á mótinu.
Foreldrar og þátttakendur áttu ánægjulegan dag í Egilshöllinni með því að fara í bíó í Sambíóunum, keilu í Keiluhöllinni, skauta á Skautasvellinu eða æfingu í World Class og borðað á eftir á Shake and Pizza. Einnig voru margir sem fóru í Grafarvogslauginni, en Reykjavíkurborg bauð stelpunum frítt í sund í Grafarvogslauginni að móti loknu.
Jólafótboltamót Fjölnis !