Sterkasti maður Íslands 2020
Kæru nágrannar,
Skemmtilegur dagur verður í Grafarvoginum næstkomandi sunnudag.
Sterkasti maður Íslands verður haldin með pompi og prakt!
Vonandi sjáum við ykkur sem flest
Skemmtilegur dagur verður í Grafarvoginum næstkomandi sunnudag.
Sterkasti maður Íslands verður haldin með pompi og prakt!
Vonandi sjáum við ykkur sem flest
Kaffihúsamessa verður í Grafarvogskirkju sunnudaginn 26. júlí kl. 11:00.
Sr. Guðrún Karls Helgudóttir þjónar, Stefán Birkisson spilar og Þórdís Sævarsdóttir leiðir söng.
Verið hjartanlega velkomin!
Útimessa á Nónholti í Grafarvogi 19. Júlí kl. 11
Hin árlega sumarguðsþjónusta þriggja safnaða verður á Nónholti 19. júli kl. 11:00. Í ár er það Grafarvogssöfnuður sem annast þjónustuna. Pílagrímaganga verður farin frá Grafarvogskirkju kl. 10:30 og gengið saman í Nónholt.
Séra Guðrún Karls Helgudóttir annast þjónustuna auk presta úr Grafarholts- og Árbæjarsöfnuði.
Fyrir þau sem vilja koma akandi að Nónholti er best að fara niður hjá meðferðarstöðinni Vogi og ganga stuttan spöl þaðan. Fólki með hreyfihömlun verður veitt aðstoð við að komast á staðinn.
Veitingar og samvera að lokinni guðsþjónustu.
Velkomin öll!
Kaffihúsamessur hefjast á ný sunnudaginn 5. júlí kl. 11.00 Séra Grétar Halldór Gunnarsson þjónar og organisti er Hákon Leifsson.
Verið hjartanlega velkomin í kaffihúsamessu!
Fermingarathöfn verður í Grafarvogskirkju sunnudaginn 28. júní kl. 11:00 og verður því ekki kaffihúsamessa þennan sunnudaginn.
Fermingarathafnir verða sunnudaginn 21. júní kl. 11:00 og kl. 13:00 og verður því ekki kaffihúsamessa þennan sunnudaginn.
Gatorade Sumarhlaupin – Miðvikudagur, 17. júní 2020 frá 11:00 til 14:00
Fjölnishlaup Olís verður ræst 32. sinn á Þjóðhátíðardaginn 17. júní kl. 11.00.
Boðið er upp á 10 km hlaup, 5 km hlaup og 1.4km skemmtiskokk.Skráning er hér https://netskraning.is/Þátttökugjöld eru 3.000 kr fyrir 10 km hlaup og 2.500 kr fyrir 5 km hlaup á netskraning.is til miðnættis sunnudaginn 14. júní. Ath ekki er hægt að skrá á staðnum.
Fyrir skemmtiskokk er þátttökugjaldið 1.000 kr, en hver fjölskylda greiðir að hámarki 3.000 kr fyrir þátttöku í skemmtiskokki.Afhending gagna verður frá kl. 18:00-20:00 16. júní og á keppnisdag frá 09:30 til 10:15 í anddyri Grafarvogslaugar í Íþróttamiðstöðinni í Dalhúsum.Athugið að aldurstakmark í 10 km hlaupið er 12 ára.
Þátttakendur eru hvattir til að sækja sér smitrakningarappið fyrir hlaupið.Frekari upplýsingar má finna hér: https://www.sumarhlaupin.is/fjolnishlaupid