Allt að gerast – Ný vaðlaug við sundlaugina okkar – Grafarvogslaug
Nú styttist í að ný, spennandi viðbótar vaðlaug fyrir þau allra yngstu verði byggð við Grafarvogslaug eins og við Grafarvogsbúar kusum í kosningunum Betra hverfi 2017 og er ein sú vinsælasta hugmynd sem hefur verið kosin í Reykjavík. Nú eru þessar fínu teikningar á lokametrunum og mega hönnuðir fá mikið hrós fyrir hversu góða útkomu stefnir í en framkvæmdir ættu að byrja á næstu mánuðum og á að ljúka á líðandi ári eða sem næst því. Vaðlaugin stefnir í 35 fm stærð en núverandi vaðlaug/trúðapottur er 30 fm. Nýja vaðlaugin verður staðsett milli litlu útilaugar og göngustíga í stóru útilaugar og gert er þar ráð fyrir smábarna rennibraut og fleiri skemmtilegum leiktækjum fyrir 0-6 ára.
Sem tillöguhöfundur og mikil baráttumaður á bak við þessa tillögu hef ég verið í góðu samstarfi við starfmenn borgarinnar til að útfærslan verði í þá átt sem hugmyndin snýr að. Það er þó eitt lokaatriði sem mig langar til að leita til ykkar með, þar sem við vorum mörg styðjandi á bak við þessa hugmynd, finnst ykkur að barnarennibrautin sem á að tilheyra vaðlauginni eigi að vera ofan í henni eða fyrir utan?
(Ef barnarennibrautin er ofan í vaðlauginni getur barnið rennt sér án þess að fara úr vaðlauginn svipað og í Lágafellslaug/Mosfellsbæ, ef barnarennibrautin er ekki ofan í vaðlauginni þarf barnið að fara úr vaðlauginni og renna sér svo ofan í vaðlaugina)










Sunnudaginn 26. ágúst verður guðsþjónusta í Grafarvogskirkju kl. 11:00. Séra Grétar Halldór Gunnarsson þjónar og barn verður borið til skírnar. Organisti er Hákon Leifsson og félagar úr Kór Grafarvogskirkju leiða söng. 
Menningarnótt 2018 verður haldin 18. ágúst næstkomandi, sem er afmælisdagur Reykjavíkurborgar.







