Besta leiðin á æfingu

Komið þið sæl. 

Við fórum af stað með tilraunaverkefni síðastliðinn vetur,  fylgd í Strætó frá frístundarheimilum í Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsárdal fyrir 1. og 2. bekk sem voru á æfingum klukkan 14:30 – 15:30 mánudaga – fimmtudaga í Egilshöll og aftur til baka í fristundina að loknum æfingum.

Fylgdin var bara í boði fyrir fimleika fyrir þennan aldur í fyrra. Verkefnið gekk mjög vel og ætlum við að halda áfaram með fylgdina í vetur og bjóða upp á fleiri íþróttagreinar á þessum tíma.

Fylgdin byrjar fyrir fimleika, handbolta og körfubolta mánudaginn 3. september,  fótboltinn bætist svo við í október þegar ný önn hefst hjá þeim.

 

Foreldrar munið að skrá fylgdina hjá frístundaheimili barnsins,

Mjög mikilvægt er að krakkarnir séu með Strætómiða báðarleiðir eða Strætókort.

Starfsmenn fylgja krökkunum frá frístundarheimili í Egilhshöllina og til baka í frístundarheimili.  Ath. að börn í Foldaskóla, Húsaskóla, Kelduskóla Vík, Sæmundarskóla og Dalskóla ganga sjálf út á stoppustöð og frá stoppustöð í frísundarheimilið en það verðu fylgdarmaður í vagninum sem tekur á móti þeim og fylgir inn í Egilshöll og svo aftur í vagninn og minnir á að fara út á réttum stað.  Ef frístundarheimilin hafa tök á því að senda starfsmann með krökkunum út á stoppustöð munu þeir gera það (fer eftir fjölda iðkenda sem eru að fara frá hverjum stað fyrir sig og mönnun frístundarhemilisins). 

Hérna eru svo fekari upplýsingar um tímasetningar, Strætóleiðir og verð.

  

Málfríður Sigurhansdóttir

Íþrótta- og félagsmálastjóri

Ungmennafélagsins Fjölnis

 

 

Um höfundinn

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.