Allt að gerast – Ný vaðlaug við sundlaugina okkar – Grafarvogslaug

No automatic alt text available.Nú styttist í að ný, spennandi viðbótar vaðlaug fyrir þau allra yngstu verði byggð við Grafarvogslaug eins og við Grafarvogsbúar kusum í kosningunum Betra hverfi 2017 og er ein sú vinsælasta hugmynd sem hefur verið kosin í Reykjavík. Nú eru þessar fínu teikningar á lokametrunum og mega hönnuðir fá mikið hrós fyrir hversu góða útkomu stefnir í en framkvæmdir ættu að byrja á næstu mánuðum og á að ljúka á líðandi ári eða sem næst því. Vaðlaugin stefnir í 35 fm stærð en núverandi vaðlaug/trúðapottur er 30 fm. Nýja vaðlaugin verður staðsett milli litlu útilaugar og göngustíga í stóru útilaugar og gert er þar ráð fyrir smábarna rennibraut og fleiri skemmtilegum leiktækjum fyrir 0-6 ára.

Sem tillöguhöfundur og mikil baráttumaður á bak við þessa tillögu hef ég verið í góðu samstarfi við starfmenn borgarinnar til að útfærslan verði í þá átt sem hugmyndin snýr að. Það er þó eitt lokaatriði sem mig langar til að leita til ykkar með, þar sem við vorum mörg styðjandi á bak við þessa hugmynd, finnst ykkur að barnarennibrautin sem á að tilheyra vaðlauginni eigi að vera ofan í henni eða fyrir utan?

(Ef barnarennibrautin er ofan í vaðlauginni getur barnið rennt sér án þess að fara úr vaðlauginn svipað og í Lágafellslaug/Mosfellsbæ, ef barnarennibrautin er ekki ofan í vaðlauginni þarf barnið að fara úr vaðlauginni og renna sér svo ofan í vaðlaugina)

Um höfundinn

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.