• HEIM
  • HAFÐU SAMBAND
facebook
email
Helgihald kyrruviku og páska í Grafarvogskirkju
Fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur 12. mars 2025
Keldnaland – niðurstöður samkeppni
Mjólkurbikar KSÍ 2024
Frábær árangur hjá 4 flokki kvenna í knattspyrnu á Barcelona girls Cup:
  • HEIM
  • FRÉTTIR
  • MYNDIR
    • MYNDIR ÚR HVERFINU
  • HVERFIÐ OKKAR
    • VIÐBURÐIR
    • GALLERÍ KORPÚLFSSTAÐIR
    • ATVNNULÍFIÐ
      • VERSLUNARKJARNAR
        • BREKKUHÚSUM
        • HVERAFOLD
        • KORPUTORG
        • LAUFRIMA 21
        • SPÖNGIN
      • Sorpa
        • HVERFISSKIPULAG REYKJAVÍKUR
        • Hlutverk
        • Pappír er ekki rusl
    • FÉLAGASAMTÖK
      • KORPÚLFAR – FÉLAG ELDRI BORGARA Í GRAFARVOGI
      • SKÁTARNIR
    • GRAFARVOGSKIRKJA
      • Fermingar 2020
      • KIRKJUBYGGINGIN
      • LOGAFOLD SAFNAÐARBLAÐ
    • GÖNGU OG HJÓLALEIÐIR
    • HVERFISRÁÐ
      • HVERFIÐ Í TÖLUM
    • Heilsugæsla í Grafarvogi
    • ÍTR
      • GUFUNESBÆR
    • KORT AF GRAFARVOGI
    • MENNING OG LISTIR
      • KARLAKÓR GRAFARVOGS
      • MENNINGARHÚS SPÖNGINNI
    • SAGA GRAFARVOGS
      • KORPÚLFSSTAÐIR
    • SKÓLARNIR Í GRAFARVOGI
      • FÉLAGSMIÐSTÖÐVAR
      • FRAMHALDSSKÓLAR
      • FRÍSTUNDAHEIMILI
      • HEIMILI OG SKÓLI – LANDSSAMTÖK FORELDRA
        • FORELDRASÁTTMÁLINN
      • LEIK- OG GRUNNSKÓLAR
      • TÓNLISTARSKÓLINN
      • TÓNSKÓLI HÖRPUNNAR
    • STOLT GRAFARVOGS
    • ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐVAR
      • DAGFORELDRAR
        • DAGFORELDRAR Í HVERFINU
      • FÉLAGSMIÐSTÖÐ Í SPÖNG
      • ELDRI BORGARAR
      • FERÐAÞJÓNUSTA FATLAÐS FÓLKS
      • FÉLAGSLEG RÁÐGJÖF
      • FÉLAGSLEGAR ÍBÚÐIR
      • FJÁRHAGSAÐSTOÐ
      • SÉRFRÆÐIAÐSTOÐ VIÐ GRUNNSKÓLA
      • SKAMMTÍMAVISTUN ÁLFALAND
  • AÐSENT EFNI
    • DALE CARNEGIE
      • NÆSTA KYNSLÓÐ
    • TAPAÐ – FUNDIÐ
    • JÓLIN Í GRAFARVOGINUM
  • ÍÞRÓTTIR
    • FJÖLNIR
      • Sumarnámskeið 2019
      • Sumarnámskeið 2018
      • Sumarnámskeið 2016
    • GOLFKLÚBBUR REYKJAVÍKUR – KORPA
    • ÍÞRÓTTIR OG ÚTIVERA
    • GRAFARVOGSLAUG
      • ALMENNAR UPPLÝSINGAR
  • UM OKKUR

Aðsent efni

Líf og fjör á Grafarvogsdeginum 2015

21 apr 2015
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Börn, Grafarvogsdagurinn, Grafarvogur., Gufunesbær, Skemmtilegt, Sumdardagurinn 1., Verslunarmiðstöðin Spöngin
grafarvogsdagurinn_2014_baldvin_117

Frá Grafarvogsdeginum 2014

Grafarvogsdagurinn verður haldinn hátíðlegur í 18. sinn og fer hann að þessu sinni fram laugardaginn 30. maí. Vefurinn Grafarvogsbúar.is hitti Guðmund Pálsson, verkefnastjóra dagsins, og ræddi við hann um verkefnið.

Menning og mannauður í forgrunni

„Markmið dagsins er fyrst og fremst að sameina íbúa hverfisins og skapa þeim tækifæri og vettvang til að hittast og skemmta sér og öðrum“ segir Guðmundur. „Hér í hverfinu er öflugt félags- og menningarstarf og Grafarvogsdagurinn er frábært tækifæri til að draga fram þann mikla mannauð sem í því starfi býr. Það verður því stór þáttur í mínu starfi að ná sambandi og tengslum við fólk og félög og fá þau til samstarfs og skapa vettvang fyrir þá aðila til að láta ljós sitt skína“ bætir Guðmundur við.

Öflug aðkoma fyrirtækja og stofnanana

gp1

Guðmundur glaðbeittur með skátagítarinn

Að sögn Guðmundar hafa fyrirtæki og stofnanir lagt deginum lið í gegnum tíðina með margvíslegum hætti. „Starfsemi fyrirtækja og stofnana hér í hverfinu er að sjálfsögðu hluti af samfélaginu sem hér blómstrar og því mikilvægt að þessir aðilar taki einnig virkan þátt í hátíðarhöldunum. Stuðningur við einstök dagskráratriði, kynning á starfsemi, vörum og þjónustu eru allt mögulegar leiðir fyrir fyrirtæki og stofnanir til að hafa virka og beina aðkomu. Ég vona að okkur takist að eiga öflugt samstarf við alla þessa aðila og að þeir nálgist verkefnið þannig að þetta sé sameiginlegur vettvangur sem búa og starfa í hverfinu“ segir Guðmundur.

Fréttir af undirbúningi

„Ég tók þetta verkefni að mér fyrir nokkrum dögum síðan og hef notað tímann vel til að kynna mér hvernig þetta hefur farið fram á undanförnum árum. Næstu skref eru svo að hafa samband við félög, fyrirtæki og stofnanir og leita samstarfs“ segir Guðmundur og bætir við að hann sé bjartsýnn og að mikill áhugi sé hjá þeim sem hann hefur þegar verið í sambandi við.

Útfærslan í mótun

„Nákvæm útfærsla á dagskrá liggur ekki fyrir en hún skýrist betur þegar fyrir liggja nánari upplýsingar um aðkomu aðila að verkefninu. Ég sé þó fyrir mér að með því að virkja sem flesta til þátttöku náum við að bjóða upp á fjölbreytta dagskrá á fjölmörgum stöðum í Grafarvoginum og að fólk verði á faraldsfæti og líti við sem víðast“. Guðmundir nefnir að dagurinn muni svo að líkindum ná hápunkti með sameiginlegri dagskrá við Spöngina.

Hver er maðurinn?

„Ég hef fjölbreyttan bakgrunn í margvíslegri verkefna- og viðburðarstjórnun og hef verið virkur í skátastarfinu alla tíð og sæki þangað mest af minni reynslu af undirbúningi og skipulagningu viðburða af þessu tagi“. Guðmundur leggur stund á meistaranám í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. „Það má segja að þetta verkefni falli eins og flís við rass við þau viðfangsefni sem ég er að takast á við í náminu sem snýst að stórum hluta um miðlun menningar með margvíslegum hætti og í sínu víðasta samhengi“ segir Guðmundur að lokum.

Áhugasamir hafi samband sem fyrst!

„Ég hvet alla þá sem hafa áhuga á að taka þátt í deginum með einhverskonar dagskrá, kynningu, opnu húsi eða samstarfi og stuðningi af hvaða tagi sem er, að hafa samband sem allra fyrst. Best er að senda mér línu á netfangið gudmundur.palsson@reykjavik.is eða slá á þráðinn í síma 692 6733“ segir Guðmundur og stekkur af stað enda í mörg horn að líta í þessu viðamikla verkefni.

/Baldvin Örn Berndsen

 

Litirnir fyrir Grafarvogsdaginn

 

 

Email, RSS Follow

Sumarskákmót Fjölnis 2015 verður haldið í Rimaskóla á sumardaginn fyrsta

20 apr 2015
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Barnastarf, Börn, Fjölnir, Grafarvogur., Skák, Skemmtun
Skákmót í Rimaskóla

Skákmót í Rimaskóla

Hið árlega sumarskákmót Fjölnis verður haldið í Rimaskóla á sumardaginn fyrsta, n.k. frá kl. 14:00 – 16:00. Sumarskákmótið er að þessu sinni hluti af dagskrá Barnamenningarhátíðar Reykjavíkur og einnig á dagskrá hverfishátíðar Grafravogs sem að vanda er haldin í Rimaskóla.

Mótið hefst eins og áður segir í Rimaskóla kl. 14.00 og því lýkur rúmlega 16:00 með verðlaunahátíð þar sem afhentir verða þrír verðlaunagripir sem Rótarýklúbbur Grafarvogs gefur til mótsins. Bikarana hljóta sigurvegari eldri flokks 1999-2003, sigurvegari yngri flokks og sigurvegari stúlkna.

Að vanda eru ótrúlega margir vinningar á skákmótum Fjölnis og nú eru það 20 bíómiðar á SAMbíó – Egilshöll sem dreifast á 20 þátttakendur. Í skákhléi verða seldar veitingar á 300 kr.

Mótið er ætlað nemendum grunnskóla og er þátttaka ókeypis. Tefldar verða sex umferðir með sex mínútna umhugsunartíma. Skákstjórar verða þeir Omar Salama alþjóðlegur skákdómari og Helgi Árnason formaður Skákdeildar Fjölnis. Fjölmennum á skákmót Fjölnis

Email, RSS Follow

Rimaskóli Íslandsmeistari grunnskóla á æsispennandi Íslandsmóti grunnskólasveita

19 apr 2015
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Barnastarf, Börn, Fjölnir, Grafarvogur., Íslandsmeistarar grunnskóla í skák, Rimaskóli, Skák

Íslandsmeistarar Grunnskóla 2015Nemendur Rimaskóla gefa ekkert eftir þegar Íslandsmót skáksveita eru annars vegar. Um helgina fór fram afar spennandi Íslandsmót grunnskóla, 1. – 10. bekkur. Snemma varð ljóst að keppni 30 skáksveita yrði afar jöfn og spennandi. Helstu keppinautar Rimaskóla fyrirfram, skáksveit Álfhólsskóla í Kópavogi, tefldi við Rimaskóla í 1. umferð og unnu Kópavogsbúarnir 3-1. Eftir það gáfu Rimaskólakrakkar ekkert eftir og unnu hinar 8 viðureignirnar örugglega á meðan aðrir skólar voru að missa niður vinninga. Fyrir síðustu umferð voru Rimaskóli og Álfhólsskóli hnífjafnir en Rimaskóla gekk betur í lokaumferð. Þetta var fimmta árið í röð sem Rimaskóli vinnur þetta sterkasta grunnskólaskákmót landsins og á þeim tíma hefur skáksveitin algjörlega endurnýjast. Rimaskóli sendi líka B og C sveitir á mótið og varð C sveitin unga langefst í sínum flokki.Skáksveit Rimaskóla hefur með sigrinum tryggt sér sæti á Norðurlandamóti grunnskóla sem haldið verður í Danmörku í september. Rimaskóli hefur sex sinnum orðið Norðurlandameistari, oftar en nokkur annar skóli á Norðurlöndum. (HÁ)

IMG_6674Grunnskólamót 2015 IMG_6690Grunnskólamót 2015 IMG_6691Grunnskólamót 2015

 

 

 

 

Email, RSS Follow

Hagkaup opnar F&F í verslun sinni í Spönginni

18 apr 2015
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Börn, Grafarvogur., Skemmtilegt, Verslunarmiðstöðin Spöngin

F&F SpönginniHagkaup opnar í dag glæsilega verslun F&F í Hagkup Spönginni.

Frábært úrval af gæða fatnaði.

Kíkið við.

 

IMG_3680 IMG_3690 IMG_3693 IMG_3694

 

Email, RSS Follow

Líf og fjör á Grafarvogsdeginum 2015

17 apr 2015
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Börn, Féagsmiðstöðin Spönginni, Grafarvogsdagurinn, Grafarvogsdagurinn 2015, Grafarvogsdagurinn í Spönginni, Grafarvogur., Krakkar, Mannlíf, Miðgaraður, Skemmtilegt, Verslunarmiðstöðin Spöngin
grafarvogsdagurinn_2014_baldvin_117

Frá Grafarvogsdeginum 2014

Grafarvogsdagurinn verður haldinn hátíðlegur í 18. sinn og fer hann að þessu sinni fram laugardaginn 30. maí. Vefurinn Grafarvogsbúar.is hitti Guðmund Pálsson, verkefnastjóra dagsins, og ræddi við hann um verkefnið.

Menning og mannauður í forgrunni

„Markmið dagsins er fyrst og fremst að sameina íbúa hverfisins og skapa þeim tækifæri og vettvang til að hittast og skemmta sér og öðrum“ segir Guðmundur. „Hér í hverfinu er öflugt félags- og menningarstarf og Grafarvogsdagurinn er frábært tækifæri til að draga fram þann mikla mannauð sem í því starfi býr. Það verður því stór þáttur í mínu starfi að ná sambandi og tengslum við fólk og félög og fá þau til samstarfs og skapa vettvang fyrir þá aðila til að láta ljós sitt skína“ bætir Guðmundur við.

Öflug aðkoma fyrirtækja og stofnanana

gp1

Guðmundur glaðbeittur með skátagítarinn

Að sögn Guðmundar hafa fyrirtæki og stofnanir lagt deginum lið í gegnum tíðina með margvíslegum hætti. „Starfsemi fyrirtækja og stofnana hér í hverfinu er að sjálfsögðu hluti af samfélaginu sem hér blómstrar og því mikilvægt að þessir aðilar taki einnig virkan þátt í hátíðarhöldunum. Stuðningur við einstök dagskráratriði, kynning á starfsemi, vörum og þjónustu eru allt mögulegar leiðir fyrir fyrirtæki og stofnanir til að hafa virka og beina aðkomu. Ég vona að okkur takist að eiga öflugt samstarf við alla þessa aðila og að þeir nálgist verkefnið þannig að þetta sé sameiginlegur vettvangur sem búa og starfa í hverfinu“ segir Guðmundur.

Fréttir af undirbúningi

„Ég tók þetta verkefni að mér fyrir nokkrum dögum síðan og hef notað tímann vel til að kynna mér hvernig þetta hefur farið fram á undanförnum árum. Næstu skref eru svo að hafa samband við félög, fyrirtæki og stofnanir og leita samstarfs“ segir Guðmundur og bætir við að hann sé bjartsýnn og að mikill áhugi sé hjá þeim sem hann hefur þegar verið í sambandi við.

Útfærslan í mótun

„Nákvæm útfærsla á dagskrá liggur ekki fyrir en hún skýrist betur þegar fyrir liggja nánari upplýsingar um aðkomu aðila að verkefninu. Ég sé þó fyrir mér að með því að virkja sem flesta til þátttöku náum við að bjóða upp á fjölbreytta dagskrá á fjölmörgum stöðum í Grafarvoginum og að fólk verði á faraldsfæti og líti við sem víðast“. Guðmundir nefnir að dagurinn muni svo að líkindum ná hápunkti með sameiginlegri dagskrá við Spöngina.

Hver er maðurinn?

„Ég hef fjölbreyttan bakgrunn í margvíslegri verkefna- og viðburðarstjórnun og hef verið virkur í skátastarfinu alla tíð og sæki þangað mest af minni reynslu af undirbúningi og skipulagningu viðburða af þessu tagi“. Guðmundur leggur stund á meistaranám í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. „Það má segja að þetta verkefni falli eins og flís við rass við þau viðfangsefni sem ég er að takast á við í náminu sem snýst að stórum hluta um miðlun menningar með margvíslegum hætti og í sínu víðasta samhengi“ segir Guðmundur að lokum.

Áhugasamir hafi samband sem fyrst!

„Ég hvet alla þá sem hafa áhuga á að taka þátt í deginum með einhverskonar dagskrá, kynningu, opnu húsi eða samstarfi og stuðningi af hvaða tagi sem er, að hafa samband sem allra fyrst. Best er að senda mér línu á netfangið gudmundur.palsson@reykjavik.is eða slá á þráðinn í síma 692 6733“ segir Guðmundur og stekkur af stað enda í mörg horn að líta í þessu viðamikla verkefni.

/Baldvin Örn Berndsen

Email, RSS Follow

Kæru foreldrar og forsjármenn barna og unglinga í borginni.

17 apr 2015
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Barnamenningarhátíð, Barnastarf, Börn, Grafarvogskirkja

shutterstock_181432853Í menningarstefnu Reykjavíkurborgar gegna börn og menningaruppeldi mikilvægu hlutverki. Þar er lögð áhersla á að menning og listir séu snar þáttur í uppeldi og kennslu barna og ungmenna í borginni. Ekki síður er lögð áhersla á þátttöku barna, ungmenna og fjölskyldna í menningarlífinu og að framlag þeirra til menningar sé metið að verðleikum.

Á Barnamenningarhátíð í Reykjavík má upplifa þessi markmið í verki. Þessi skemmtilega hátíð er nú haldin í fimmta sinn og hefst hún þriðjudaginn 21. apríl og stendur til sunnudagsins 26. apríl.

Í þessari viku fá öll börn í leikskólum og grunnskólum Reykjavíkur sendan heim bækling með upplýsingum og dagskrá hátíðarinnar. Um 120 viðburðir verða á hátíðinni í ár og fara þeir fram víðsvegar um Reykjavík. Gæði, fjölbreytni, jafnræði og gott aðgengi eru höfð að leiðarljósi við skipulagningu hátíðarinnar sem rúmar allar listgreinar. Allir viðburðir á Barnamenningahátíð eru ókeypis.

Hátíðin er fyrir börn og unglinga allt frá tveggja ára til 16 ára. Það eru því fjölbreyttir viðburðir í boði sem höfða til ólíkra hópa á þessu aldursbili.

Á Barnamenningarhátíð gefst kærkomið tækifæri fyrir börn og foreldra að njóta samveru og skemmtunar. Hægt er að kynna sér nánar dagskrá hátíðarinnar á www.barnamenningarhatid.is Gleðilega Barnamenningarhátíð!

F.h. stjórnar Barnamenningarhátíðar í Reykjavík og skipuleggjenda hátíðarinnar á Höfuðborgarstofu í náinni samvinnu við skóla- og frístundasvið.

 

Signý Pálsdóttir,

skrifstofustjóri menningarmála á Menningar- og ferðamálasviði.

Email, RSS Follow

Sunnudagurinn 19. apríl

16 apr 2015
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Barnastarf, Börn, Fermingar í Grafarvogi, Grafarvogskirkja, Grafarvogur., Prestar, Safnaðarstarf

Grafarvogskirkja

Ferming kl. 10.30
Séra Vigfús Þór Árnason og séra Sigurður Grétar Helgason
Sjá fermingarbörn

Ferming kl. 13.30
Séra Vigfús Þór Árnason og séra Arna Ýrr Sigurðardóttir
Sjá fermingarbörn

Sunnudagaskóli kl. 11.00
Þóra Björg Sigurðardóttir hefur umsjón með honm.

Kirkjuselið í Spöng

Messa kl. 13.00 – Magga Stína syngur Megas
Séra Guðrún Karls Helgudóttir þjónar
Kór: Vox populi syngur ásamt Möggu Stínu sem syngur lög eftir Megas
Organisti: Hilmar Örn Agnarsson

Sunnudagaskóli á sama tíma
Umsjón hefur Ásthildur Guðmundsdóttir

Email, RSS Follow

Korpúlfar – dagskrá sumar 2015

16 apr 2015
Baldvin Berndsen
0
Grafarvogur., Korpúlfar
Viðburður Tími apríl maí júní-ágúst
Engin regluleg starfsemi á vegum Korpúlfa. Nema á miðvikudögum er opið hús kl 10-14
Félagsfundur Borgum 13.30 29
Bingo 13.30 1 13
Gaman saman 13.30 8 6
Skartgripagerð 13.30 8 6
Glerlist 09.00          alla miðvikudaga
Söngstund kynslóða 10.00 9
Bókmenntir 13.30 framsagnarnámskeið
Keila Egilshöll 11.00 júl.21
Pútt Korpúlfsstöðum 10.00 16-30 28
Listmálun 10.00 alla föstudaga
Félagsvist 13.30 20 apr.18
Bridge 13.30 13-27 11
Tréútskurður 13.00 Korpúlfsstöðum mán,fimmtud,föstud
Hannyrðir 12.30 Alla föstudaga
Qigong 11.00 þriðjudaga og föstudaga
Ganga 10.00 Borgir / Egilshöll mánud og miðvikud
Sundleikfimi 09.30 þriðjud og föstud í Grafarvogslaug
Leikfimi í Hlöðunni 11.00 mánudaga og fimmtudaga
Dans 15.00 alla föstudaga
Email, RSS Follow

Skemmtilegri torg í lifandi borg

16 apr 2015
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Grafarvogur., Reykjavíkurborg, Skemmtilegt, Torg í Borg

Reykjavíkurborg óskar eftir hugmyndaríkum og áhugasömum einstaklingum eða hópum sem taka almenningssvæði í borginni í fóstur. Þetta er hluti af verkefninu Torg í biðstöðu sem snýst um endurskilgreina svæði í borginni sem ekki eru fastmótuð til framtíðar og gæða þau meira lífi.

  • Litir og leikur

    Litir og leikur

  • Gleði og mannlíf á torgum

    Gleði og mannlíf á torgum

Biðsvæðunum er úthlutað til hópa og einstaklinga sem vilja gera tilraunir til að gæða svæðin lífi. Um leið er reynt að vekja íbúa og aðra hagsmunaaðila til umhugsunar um sitt nánasta umhverfi og virkja þá til að taka þátt í að þróa svæðin til framtíðar. Verkefnið stendur að jafnaði yfir frá maí til september ár hvert og er ætlað að skapa skemmtilegri torg í lifandi borg.

Svæði sem hægt er að sækja um í ár eru eftirfarandi:

  • Bernhöftstorfa
  • Fógetagarður
  • Óðinstorg
  • Vitatorg
  • Káratorg
  • Hlemmur

Sérstök árhersla verður á borgarhátíðir í verkefnum sumarsins. Hóparnir sem taka að sér verkefni finna tímabundnar og skemmtilegar lausnir á sínu svæði og kanna möguleika þess með tilraunum. Umsækjendur eru einnig hvattir til þess að sækja um önnur svæði sem ekki eru á listanum. Í sumum tilvikum verður hópum falið að vinna með önnur torg en þau sem þeir sóttu um.

Hægt verður að sækja um til 30. apríl, valið verður úr umsækjendum fyrir 14.maí. Gert er ráð fyrir því að verkefnin verði tilbúin fyrir 17.júní.

Nánari upplýsingar fást með því að senda tölvupóst á netfangið hildurg@reykjavik.is. Umsóknir skal merkja „umsókn um biðsvæði“
Verkefnið hefur verið starfrækt á sumrin á torgum og almenningssvæðum í borginni frá árinu 2010. Nánari upplýsingar eru á vefsíðunni reykjavik.is/bidsvaedi

Email, RSS Follow
« First‹ Previous121122123124125126127Next ›Last »
banner
banner
banner
banner
banner
banner

Gagnlegir tenglar

  • HEILSUGÆSLAN
  • MIÐGARÐUR
  • HVERFIÐ MITT
  • MOJE_S_SIEDZTWO
  • MANO_KAIMYNIST_JE
  • MY NEIGHBOURHOOD

Börnin okkar

  • FRAMHALDSSKÓLAR
  • GUFUNESBÆR
  • LEIK OG GRUNNSKÓLAR
  • SKÁTAFÉLAGIÐ HAMAR
  • TÓNLISTARSKÓLINN

GRAFARVOGSBÚAR Á FLICKR

Allur réttur áskilinn © 2024
www.grafarvogsbuar.is