Rimaskólaskáksveitirnar sópuðu til sín verðlaunum

Íslandsmót barnaskólasveita í skák 2015 var haldið í Rimaskóla helgina 25. -26. apríl. Metþátttaka var á mótinu, 48 skáksveitir og 5 þeirra frá Rimaskóla, A – E sveitir .

Miðað við frábæra frammistöðu helgina áður þegar Rimaskóli vann Íslandsmeistaratitil grunnskólasveita fimmta árið í röð var A sveit skólans talin ein af líklegustu skáksveitum til sigurs. Þriðja sætið varð að nægja að þessu sinni og bronsverðlaun mótisns. Skáksveit Hörðuvallaskóla í Kópavogi vann mótið og sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil.

 

IMG_6775VefurNansý Davíðsdóttir leddi A sveitina og fékk hæsta vinningsskor á 1. borði sem er frábær árangur. C sveitin, áhugasamir drengir í 4. bekk, stóð sig eiginlega best og vann flokk C liða og Íslandsmeistaratitill skáksveita í 4. bekk og yngri. Fimm áhugasamir strákar sem eiga framtíðna fyrir sér á skólamótum skipa þessa sveit. Önnur 4. bekkjar sveit, E sveit Rimaskóla, vann flokk E liða og var þetta í fyrsta sinn sem flestir þeirra taka þátt í Íslandsmóti.

 

 

IMG_6770VefurB sveit skólans var líka mjög sterk og náði bestum árangri B sveita ásamt B sveit Álfhólsskóla. Aðeins D sveitin lenti ekki upp á verðlaunapalli allra þessar 5 sveita Rimaskóla. D sveitin varð í 2. sæti. Öll þessi frábæra frammistaða Rimaskólakrakka þýddi það að bikurum og verðlaunapeningum rigndi yfir nemendur skólans, tveir bikarar og 25 verðlaunapeningar. Framtíðin er aldeilis björt í skáklistinni í Rimaskóla og ljóst að skólinn verður afreksskóli í skák annan áratug.

 

 

IMG_6789Vefur IMG_6781Vefur IMG_6786Vefur IMG_6790Vefur IMG_6792Vefur

 

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.