Bárður Örn, Mikael Maron og Nansý unnu Rótarý-bikarana á Sumarskákmóti Fjölnis

Sumarskakmot FjolnirSkáksnillingar Grafarvogs og fjölmargir úr helstu skákskólum höfuðborgarsvæðisins voru sannarlega í sumarskapi á Sumarskákmóti Fjölnis 2015. Mótið hefur sjaldan verið glæsilegra og betur mannað enda liður í Barnamenningarhátíð Reykjavíkurborgar og haldið með stuðningi Rótarýklúbbs Grafarvogs. Biðröð myndaðist við skráningu og alls voru það 62 efnilegir skákkrakkar sem hófu mótið sem hófst nokkuð stundvíslega í lok hverfishátíðarinnar í Rimaskóla. Mótið var jafnt og spennandi frá upphafi til enda og verðlaunin 20 greinilega eftirsótt. Bárður Örn Birkisson í Smáraskóla í Kópavogi sigraði mótið og eldri flokkinn með fullt hús, 6 vinninga sem er frábær árangur á svona sterku skákmóti. Mikael Maron Torfason 11 ára Rimaskólastrákur varð efstur allra í yngri flokk með 5 vinninga og Nansý Davíðsdóttir í Rimaskóla efst stúlkna með 4,5 vinninga. Þessi þrjú hlutu til eignar glæsilega Rótarýbikara. Aðstæður voru hinar bestu enda Rimaskóli vinsælasti skákstaður landsins. Skákstjórar voru þeir Helgi Árnason og Omar Salama alþjóðlegur skákdómari. Skákstarfi Fjölnis í vetur fer að ljúka en síðasta skákæfingin verður næsta miðvikudag kl. 17.00 í Rimavar skóla.

 

Skákmót Fjölnis sumardaginn 1. 2015 (3)Sumaskákmót Fjölnis Skákmót Fjölnis sumardaginn 1. 2015 (4)Sumaskákmót Fjölnis Skákmót Fjölnis sumardaginn 1. 2015 (8)Sumaskákmót Fjölnis Skákmót Fjölnis sumardaginn 1. 2015 (10)Sumaskákmót Fjölnis Skákmót Fjölnis sumardaginn 1. 2015 (16)Sumaskákmót Fjölnis Skákmót Fjölnis sumardaginn 1. 2015 (17)Sumaskákmót Fjölnis Skákmót Fjölnis sumardaginn 1. 2015 (21)Sumaskákmót Fjölnis Skákmót Fjölnis sumardaginn 1. 2015 (23)Sumaskákmót Fjölnis Skákmót Fjölnis sumardaginn 1. 2015 (24)Sumaskákmót Fjölnis Skákmót Fjölnis sumardaginn 1. 2015 (51)Sumaskákmót Fjölnis Skákmót Fjölnis sumardaginn 1. 2015 (52)Sumaskákmót Fjölnis Skákmót Fjölnis sumardaginn 1. 2015 (53)Sumaskákmót Fjölnis Skákmót Fjölnis sumardaginn 1. 2015 (54)Sumaskákmót Fjölnis Skákmót Fjölnis sumardaginn 1. 2015 (59)Sumaskákmót Fjölnis

 

 

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.