Skák

Miðgarðsmót grunnskóla í skák

Föstudaginn 24. febrúar fór fram Miðgarðsmót grunnskóla í skák. Mótið er haldið árlega og er öllum grunnskólum í Grafarvogi og á Kjalarnesi boðið að taka þátt. Í ár voru 10 sveitir skráðar til keppni úr 4 skólum, en mótið fór fram í Rimaskóla. Keppnin var mjög hörð og skemmtileg
Lesa meira

Bikarsyrpa TR 2016-2017 – Mót 4 hefst föstudaginn 10. febrúar

Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur hefur fest sig í sessi undanfarin misseri og fer nú af stað þriðja árið í röð. Mót syrpunnar í vetur verða fimm talsins og hefur umferðum hvers móts verið fjölgað í sjö. Fjórða mót Bikarsyrpunnar hefst föstudaginn 10. febrúar og stendur til
Lesa meira

Vinsæla TORG-skákmótið haldið í Rimaskóla á laugardaginn kl. 11:00

Öllum skákáhugamönnum á grunnskólaaldri er boðið að taka þátt í hinu árlega TORG-skákmóti Fjölnis sem hefst í Rimaskóla laugardaginn 26. nóvember kl. 11:00. Mótinu lýkur með happadrætti og verðlaunahátíð kl. 13:15. Að venju verður mikið um dýrðir á þessu vinsæla skákmóti o
Lesa meira

Íslandsmóti ungmenna fer fram helgina 8.-9. október í Rimaskóla.

Íslandsmóti ungmenna fer fram helgina 8.-9. október í Rimaskóla. Teflt er í fimm flokkum. Krýndir verða 10 Íslandsmeistarar – efsti strákur og efsta stelpa í öllum flokkunum fimm. Glæsilegar vinningar í boði. Allir flokkar hefjast 12:00 á laugardeginum. Tekið verður v
Lesa meira

Jóhann Arnar skákmeistari Rimaskóla annað árið í röð

Jóhann Arnar Finnsson í 10-bekk Rimaskóla sigraði á Skákmóti Rimaskóla 2016 eftir harða baráttu við systkinin Nansý og Joshua Davíðsbörn. Skákmótið var nú haldið í 23. skiptið og mættu 27 nemendur skólans til leiks. Tefldar voru sex umferðir og mótið var allan tímann jafnt og
Lesa meira

Afreks-og æfingameistarar Fjölnis 2016

Vikulegar skákæfingar Fjölnis á miðvikudögum hafa undantekningarlaust verið afar vel sóttar í vetur. Um 30 – 40 börn og unglingar hafa mætt á hverja einustu æfingu, bæði drengir og stúlkur. Á síðustu æfingu vetrarins voru krýndir afreks-og æfingameistarar vetrarins líkt og
Lesa meira

Rimaskóli með mestu breiddina í skákinni

Íslandsmót barnaskólasveita 2016 í skák var haldið í Rimaskóla um helgina. Alls mættu rúmlega 30 skáksveitir til leiks frá um 20 skólum alls um 150 krakkar á aldrinum 6 – 12 ára. Rimaskóli átti flestar skáksveitir á mótinu og frammistaða sveitanna ekkert til að skammast sín
Lesa meira

Fjölmennt og mjög spennandi Miðgarðsmót í skák

Miðgarðsmótið í skák á milli grunnskólanna í Grafarvogi fór fram í 11. sinn í íþróttahúsi Rimaskóla á skólatíma á föstudegi. Allir skólarnir í Grafarvogi sendu 1 – 5 skáksveitir til leiks. Tólf skáksveitir og  um 80 krakkar að tafli. Teflt var í tveimur riðlum, allir við alla og
Lesa meira

Reykjavíkurmót grunnskólasveita fer fram á mánudaginn 8.febrúar

Reykjavíkurmót grunnskólasveita í skák 2015 fer fram mánudaginn 8. febrúar og hefst kl.17. Tefldar verða sjö umferðir með 10 mín. umhugsunartíma á skák. Allar sveitirnar keppa í einum opnum flokki, og veitt verða verðlaun fyrir þrjár efstu sveitirnar sem og þrjár efst
Lesa meira

TORG – skákmót Fjölnis laugardaginn 14. nóvember – Ókeypis þátttaka og ókeypis ís

Hið vinsæla TORG – skákmót Fjölnis verður haldið í 12. skipti laugardaginn 14. nóvember og hefst kl. 11.00 í hátíðarsal Rimaskóla.  Þátttakendur eru beðnir um að mæta til skráningar og upphitunar tímanlega. Öllum grunnskólabörnum er boðið að vera með í mótinu og er þátttaka
Lesa meira