Málörvun ungra barna – Menningarhús Spöngin, þriðjudagur 17. maí, 14 – 15
Menningarhús Spöngin, þriðjudagur 17. maí, 14 – 15
Foreldrar eru mikilvægustu málfyrirmyndir barna sinna í frumbernsku og fyrstu ár ævinnar. Gott málumhverfi heimafyrir þar sem lesið er fyrir börn og spjallað við þau um lífið og tilveruna hefur bein áhrif á þróun málþroska barna, sem er undirstaða læsis. Í þessari samverustund verður fjallað um það hvernig foreldrar geta auðgað málumhverfi barna sinna og leitað svara við helstu spurningum og vangaveltum foreldra.
Fríða B. Jónsdóttir er leikskólakennari og verkefnisstjóri fjölmenningarlegs leikskólastarfs hjá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar.
Í Spönginni eru fjölskyldustundir á hverjum þriðjudegi fyrir foreldra með lítil börn. Þriðja þriðjudag í mánuði er boðið upp á ýmis fróðleg og skemmtileg erindi eða námskeið.
Hér má sjá nánari upplýsingar um fjölskyldustundir í Borgarbókasafninu.