Sumardagurinn fyrsti og leikdagur í Rimaskóla
Að venju verður Sumardagurinn fyrsti haldinn hátíðlegur í Grafarvogi. Hátíðarhöldin hefjast með skrúðgöngu frá Spönginni kl. 11:30 að Rimaskóla, þar sem hátíðarhöldin fara fram milli kl. 11:45 – 14:00
Að venju verður Sumardagurinn fyrsti haldinn hátíðlegur í Grafarvogi. Hátíðarhöldin hefjast með skrúðgöngu frá Spönginni kl. 11:30 að Rimaskóla, þar sem hátíðarhöldin fara fram milli kl. 11:45 – 14:00
Í nýju fréttabréfi skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar má lesa um mörg af þeim fjölbreyttu viðfangsefnum sem unnið er að á sviðinu. Meðal annars er fjallað um jafnréttisskóla, börn sem meta leikskólastarfið, þróunarverkefnið Skína smástjörnur, þátttökubekki sem sérhæft námsúrræði og áhrif staðalmynda á líðan og sjálfsmynd barna. Þá kemur fram að það metnaðarfulla fagstarf sem fram fer í leikskólum, grunnskólum, frístundamiðstöðvum og skólahljómsveitum í borginni verður kynnt með sýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur dagana 30. apríl – 3. maí.
Nú höfum við sett nýju heimasíðuna okkar í loftið með stefnumálum okkar o.fl. Þar getur þú m.a. smellt á þitt hverfi og skoðað hvað við viljum gera fyrir það. Endilega skoðaðu síðuna með því að smella hér: http://www.xdreykjavik.is/
Séra Vigfús Þór prédikar og þjónar fyrir altari.
Einsöngur: Þóra Einarsdóttir óperusöngvari.
Kór Grafarvogskirkju syngur.
Organisti: Hákon Leifsson
Heitt súkkulaði að ,,hætti Ingjaldar“ eftir guðsþjónustu á vegum Safnaðarfélags og sóknarnefndar Grafarvogssóknar.
Bingóið hefst í kosningamiðstöð Sjálfstæðisflokksins að Stórhöfða 17 (þar sem Íslandsbanki var áður), laugardaginn 19. apríl, kl. 11:00. Bingóstjóri er Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður.
Spjaldið kostar 200 krónur.
Félag sjálfstæðismanna í Grafarvogi“
Á fréttamannafundi í Rimaskóla í Grafarvogi í dag kynnti borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Halldór Halldórsson og aðrir frambjóðendur flokksins stefnu sína fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Þar sat Halldór Halldórsson fyrir svörum ásamt frambjóðendum flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar sem verða 31. maí.
Á fundinum boðaði Halldór Halldórsson m.a. skattalækkun til handa borgarbúum. Betri rekstur skapar svigrúm til lækkunar skatta sem skila sér í auknu ráðstöfunarfé fjölskyldna. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík ætlar að endurskoða gjaldskrár með það fyrir augum að sanngjörn gjöld séu á grunnþjónustu.
Í stefnuskrá flokksins kemur fram að foreldrar hafi frelsi til að velja það sem börnunum er fyrir bestu hvort sem það er dagforeldri, ungbarnaleikskóli eða t.d. nærfjölskyldan. Í þeim tilgangi ætlar flokkurinn að koma á þjónustutryggingu til að dekka tímabilið fá því að fæðingarorlofi lýkur þar til barn kemst á leikskóla.
Þá kemur fram í stefnuskránni að höfuðborgarbúar eiga að njóta hagkvæmni stærðarinnar í rekstri sveitarfélagsins sem skilar sér í auknu ráðstöfunarfé fjölskyldna. Flokkurinn ætlar að draga úr álögum á fjölskyldur og lækka skatta á kjörtímabilinu og ætlar ennfremur að endurskoða gjaldskrár með það fyrir augum að sanngjörn gjöld séu á grunnþjónustu
Í stefnuskrá flokksins kemur skýrt fram að flokkurinn vill ekki að Reykjavíkurflugvöllur fari til Keflavíkur. Nefnd um staðarval er að störfum og mun skilar af sér á þessu ári. Flokkurinn ætlar að endurskoða leiðakerfi Strætó, finna staðsetningu fyrir skiptistöð sem mun fækka skiptingum. Stefnan er ennfremur að lengja þjónustutíma Strætó. Í íþrótta- og tómstundamálum ætlar flokkurinn að hækka frístundastyrkinn upp í 40 þúsund krónur með hverju barni strax í upphafi kjörtímabilsins.
Einnig að auka þjónustuna í sundlaugum Reykjavíkur með því að lengja aftur opnunartímann, færa aldursmörk þeirra sem njóta fríðinda vegna aldurs aftur niður úr 70 árum í 67 ára. Jafnframt vill flokkurinn hraða uppbyggingu sundlauga í Úlfársdal og í Fossvogi.
Stefnuskjal flokksins má finna í heild sinni á vefsíðunni www.xdreykjavik.is ásamt ýmsum öðrum upplýsingum um frambjóðendur flokksins. Sjá nánar á www.xd.is
Páskarnir eru framundan og margir á faraldsfæti enda enda gott frí í vændum. Margir kjósa að vera bara heima og hafa það notalegt. Margir nota hátíðina til að skella sér í sund og því er ekki úr vegi og líta yfir opnunartímann í Grafarvoglauginni yfir hátíðarnar.
Á skírdag er opið í Grafarvogslaug frá 9-18. Á föstudaginn langa er lokað en laugardeginum er opið 9-18. Á sjálfan páskadaginn er lokað en á annan í páskum er opið 9-18. Þótt lokað verði í Grafarvogslaug á páskadag verður hægt að skella sér í sund í Árbæjarlaug, Laugardalslag og Vesturbæjarlaug en en á þessu stöðum verður opið frá 10-18.
Þess má og geta að aftur er frí á sumardaginn fyrsta nk. fimmtudag en þá verður opið í Grafarvogslaug frá 9-18.
Skírdagur 17. apríl
Ferming kl. 10.30
Ferming kl. 13.30
Skírdagsmessa í Grafarvogskirkju kl.20.00
Við endurupplifum síðustu kvöldmáltíð Krists
Séra Guðrún Karls Helgudóttir þjónar fyrir altari
Organisti: Hákon Leifsson
Föstudagurinn langi 18. apríl
Messa í Grafarvogskirkju kl.11.00
Litanía séra Bjarna Þorsteinssonar flutt.
Dr. Sigurjón Árni héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari..
Kór Grafarvogskirkju syngur.
Organisti: Hákon Leifsson
Heildarfrumflutningur á Passíusálmum við lög Megasar
Tónleikar í Grafarvogskirkju kl. 15.00 (3/3). Megas ásamt Möggu Stínu, Píslarsveitinni, Strengjakvartett og Söngfjelaginu.
Organisti og stjórnandi: Hilmar Örn Agnarsson
Páskadagur 20. apríl – Hátíðarguðsþjónusta í Grafarvogskirkju kl. 8.00 árdegis
Séra Vigfús Þór prédikar og þjónar fyrir altari.
Einsöngur: Þóra Einarsdóttir óperusöngvari.
Kór Grafarvogskirkju syngur.
Organisti: Hákon Leifsson
Heitt súkkulaði að ,,hætti Ingjaldar“ eftir guðsþjónustu á vegum Safnaðarfélags og sóknarnefndar Grafarvogssóknar.
Hátíðarguðsþjónusta á Hjúkrunarheimilinu Eir kl. 10.30
Séra Vigfús Þór Árnason prédikar og þjónar fyrir altari.
Einsöngur: Þóra Einarsdóttir óperusöngvari.
Kór Grafarvogskirkju syngur.
Organisti: Hákon Leifsson
Upprisuhátíð kl. 11.00 í Borgarholtsskóla
Séra Petrína Mjöll Jóhannesdóttir prédikar og þjónar fyrir altari.
Vox populi syngur.
Einsöngur: Sesselja Kristjánsdóttir mezzósópran
Organisti: Hilmar Örn Agnarsson
Annar í páskum 21. apríl
Ferming kl. 10.30
Ferming kl. 13.30