Knattspyrna kvenna – Fjölnir tekur á móti Haukum kl 20.00 í kvöld þriðjudag
Þá er loksins komið að fyrsta heimaleik Fjölnis í meistaraflokki kvenna sem spilaður verður á Fjölnisvelli í Dalhúsum. Andstæðingar dagsins eru Haukar úr Hafnarfirði en bæði Fjölnir og Haukar hafa unnið alla þrjá leiki sína í deildinni í sumar og hér munu því mætast stálin stinn. Bæði Fjölnir og Haukar hafa ekki fengið á sig mark í sumar í þessum þremur leikjum.
Esther Rós Arnarsdóttir (Fjölnir) og Hildigunnur Ólafsdóttir (Haukar) eru markahæstar í deildinni með 5 mörk hvor.
Hér má sjá stöðuna í 1. deild kvenna A-riðli
Athygli er vakin á því að aðgangur er ókeypis á völlinn í kvöld. Styðjum stelpurnar okkur og mætum á Fjölnisvöllinn. Frábær fjölskyldustund.