Grafarvogur

Leikskólinn Brekkuborg: skemmdir á leikskólalóð

Þegar starfsfólk og börn komu í leikskólann 14. júní þá blasti við okkur miklar skemmdir sem unnar höfðu verið á sumarblómunum í fallega garðinum okkar. Pottar og blóm  brotin og mold út um allt.  Þótti okkur þetta mjög leiðinlegt því við í Brekkuborg leggjum áherslu á virðingu
Lesa meira

Fjölnir – KR miðvikudagur 15. júní kl. 19:15 – Extra völlurinn (mfl. kk.)

Það er sannkallaður stórleikur á miðvikudaginn þegar KR mætir í heimsókn í Grafarvoginn. Fjölnir – KR miðvikudagur 15. júní kl. 19:15 – Extra völlurinn (mfl. kk.) Gott hamborgaratilboð á vellinum, pizzur í sjoppunni og allur pakkinn! Mætum í gulu á völlinn með
Lesa meira

Guðsþjónusta sunnudaginn 12. júní

Sunnudagurinn 12. júní í Grafarvogskirkju. Guðsþjónusta kl. 11. Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kór kirkjunnar syngur. Organisti: Hákon Leifsson. Kaffisopi eftir messi. Follow
Lesa meira

Metaðsókn á nýjan hugmyndavef

Hugmyndasöfnun á Betri Reykjavík vegna nýframkvæmda og viðhaldsverkefna lýkur miðvikudaginn 15. júní og því  fer hver að verða síðastur til að láta ljós sitt skína. Nú þegar hafa um 500 hugmyndir skilað sér á Hverfið mitt eins og hugmyndasöfnunin heitir á Betri Reykjavík .  „Það
Lesa meira

Grafarvogsdagurinn var haldinn hátíðlegur í 19. skiptið laugardaginn 28. maí síðastliðin.

Grafarvogsdagurinn var haldinn hátíðlegur í 19. skiptið laugardaginn 28. maí síðastliðin. Mikið var um dýrðir og var dagskrá fjölbreytt og dreifðist hún víðs vegar um hverfið. Eitt af helstu markmiðum hátíðahaldanna er að bjóða Grafarvogsbúum upp á fjölbreytta skemmtidagskrá þar
Lesa meira

Fyrsta Carlsbergstúka í heiminum á Sportbar Egilshöll – Grafarvogi.

Fyrir EM mun Keiluhöllin í Egilshöll í samstarfi við Ölgerðina og Carlsberg International, setja upp fyrstu Carlsbergstúku á Sportbar í heiminum. En Carlsbergstúkur hafa hingað til verið settar upp á öllum helstu knattspyrnuvöllum í heimi. “Þetta er auðvitað rosalega spennandi
Lesa meira

Fjölnismenn í þriðja sætinu

Fjölnir tyllti sér í þriðja sæti Pepsídeildar í knattspyrnu í kvöld með sigri á Víkingi Reykjavík, 2-1. Fyrri hálfleikur var markalaus en fyrsta mark leiksins kom ekki fyrr en sex mínútum fyrir leikslok. Þórir Guðjónsson var þar að verki með marki af stuttu færi. Fjórum mínútu
Lesa meira

Skrúðganga í Hamraskóla

Í dag fögnuðu nemendur í Hamraskóla sumrinu með skrúðgöngu um hverfið sitt. Nemendur hafa undirbúið gönguna með því að búa til dreka, veifur, grímur, hljóðfæri og sitthvað fleira. Skrúðgangan fór frá Hamraskóla klukkan 12:00 á hádegi (föstudaginn 3. júní) og mættu nokkrir
Lesa meira

Skautabúðir í Egilshöll

Skautafélag Reykjavíkur listhlaupadeild stendur fyrir skauta og leikjanámskeiði í júlí í Skautahöllinni í Egilshöll fyrir börn á aldrinum 5-10 ára. Hvert námskeið er frá  kl. 9-12 fyrir hádegi eða  kl. 13-16 eftir hádegi. Á námskeiðinu  er börnunum skipt upp eftir aldri og get
Lesa meira

Fótboltafjör Fjölnis sumarið 2016

Í sumar verður Fótboltaskóli Fjölnis starfræktur eins og undanfarin ár á æfingasvæðinu okkar við Egilshöll. Skólinn er fyrir stelpur og stráka frá 5 – 12 ára og er skipt í hópa eftir aldri og getustigi. Markmið skólans er að krakkarnir upplifi knattspyrnu á skemmtilegan hátt
Lesa meira