Kæru Korpúlfar
Þakka ánægjulega ferð í Þórsmörk, alltaf svo dýrmætt að finna þann gleðilega anda sem ríkir meðal ykkar.
Ég er með í óskilum tvær húfur, ein blá og ein ljósbrún, ásamt blárri regnúlpu merkt Airway sem fundust í rútunni.
Hægt er að vitja óskilamunanna hingað í Miðgarð eða sækja þá á Korpúlfsstaði ef það hentar betur.
Nú er hauststarfið óðum að fara af stað og næsta stóra verkefni okkar er að halda áfram að FEGRA GRAFARVOG með
öðrum hreinsunardegi sem ákveðin hefur verið næsta fimmtudag 12. september 2013 og er mæting á Korpúlfsstaði kl. 13:00.
Allir velkomnir, stórir sem smáir og verkefni við allra hæfi, öll áhöld til staðar á Korpúlfsstöðum.
Áætlað er að dreifa þátttakendum milli starfsstöðva en klukkan 15:00 safnast allir saman á Korpúlfsstöðum og boðið verður upp á
veglegar kaffiveitingar, gleði og gaman.
Vonumst til að sjá ykkur sem flest til að njóta þess að fegra hverfið okkur saman.
Nikulás Friðrik Magnússon Korpúlfur verður verkefnastjóri verkefnisins sem fyrr.
Allar nánari upplýsingar veitir hann, Halldóra Helga formaður Korpúlfa og Birna.
Góð kveðja Birna.