Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að knattspyrnumaðurinn Gunnar Már Guðmundsson hefur gert þriggja ára samning við Fjölni.
Það þarf ekki að kynna Fjölnismönnum fyrir Gunna Má því hann er einn leikjahæsti og vinsælasti leikmaðurinn í sögu Fjölnis, ólst upp í voginum fagra og spilaði alla sína barnæsku fyrir Fjölni.
Það varð mikil eftirsjá af Gunna Má þegar Fjölnir féll árið 2009 eftir tvö ár á meðal þeirra bestu og Gunni gekk til liðs við FH. Til að gera langa sögu stutta, þá er Fjölnir komið að nýjan leik á meðal þeirra bestu og var það aldrei spurning að hugurinn leitaði heim.
Gunni er búinn að spila 101 leik í efstu deild á Íslandi og skorað í þeim 22 mörk, og eru þá ótaldir bikarleikirnir þar sem Gunnar hefur leikið fjórum sinnum til úrslita (1 sigur með FH).
Gunni mun einnig koma að þjálfun hjá klúbbnum, hann mun þjálfa 4. flokk karla sem og taka að sér sérverkefni sem koma að afreksstefnu félagsins.
Nú verður skálað í Grafarvoginum…
Leikir Gunnars í deildarkeppni á Íslandi
|