Krakkarnir í 7. bekk Korpu eru að taka þátt í áhugaverður verkefni í samstarfi við Korpúlfa í Grafarvogi, en það er félag eldri borgara í Grafarvogi. Korpúlfum er boðið upp á tölvufærninámskeið þar sem krakkarnir í 7. bekk eru leiðbeinendur, þ.e. þau kenna eldri borgunum á það sem þeir vilja vita meira um, t.d. að senda viðhengi í tölvupósti, setja mynd inn í texta í Word, leita eftir upplýsingum á netinu o.m.fl. Í fyrra tók 7. bekkur í Vík þátt í þessu samstarfi og reyndist það mjög vel. Í ár koma Korpúlfarnir til okkar í Kelduskóla Korpu einu sinni í viku og er hvert námskeið í þrjár vikur. Í ár verður boðið upp á þrjú námskeið og er búinn fyrsti tíminn á örðu námskeiði. Í lokinn verður svo öllum nemendum boðið í heimsókn upp á Korpúlfsstaði þar sem þau fá veitingar og viðurkenningarskjöl.