- HEIM
- FRÉTTIR
- MYNDIR
- HVERFIÐ OKKAR
- AÐSENT EFNI
- ÍÞRÓTTIR
- UM OKKUR
Þar verða borgarmálin rædd og góðfúslega tekið við ábendingum um það sem betur má fara.
Hlökkum til að sjá sem flesta.
Þriðjudaginn 22. ágúst verða grunnskólar borgarinnar settir og hefja þá hátt í fimmtán þúsund börn skólastarf.
Rösklega 1.350 börn hefja nám í 1. bekk grunnskólanna á þessu hausti en alls verða nemendur í borgarreknu skólunum um 14.000 á skólaárinu 2017-2018. Nemendur í sjö sjálfstætt reknum grunnskólum eru tæplega sjö hundruð.
Nánari upplýsingar um tímasetningu skólasetninga hjá einstökum skólum eru á heimasíðum þeirra.
Í upphafi skólaárs má jafnframt minna ökumenn á að sýna aðgát í umferðinni þegar ungum vegfarendum fjölgar á ferð í og úr skólanum.
Opið er fyrir skráningu í fimleika á haustönn 2017.
Nýtt fyrirkomulag hefur verið tekið í notkun fyrir börn á aldrinum 2-7 ára, hægt er að skrá þau í fimleikahópa í gegnum heimasíðu félagsins. Boðið er upp á mismunandi æfingatíma og geta foreldrar valið hversu oft í viku barnið stundar fimleikaæfingar.
Sama fyrirkomulag og undanfarin ár gildir fyrir börn 8 ára og eldri, þau þurfa að skrá sig á biðlista hjá deildinni.
UPPLÝSINGAR UM STARF HAUSTANANR MÁ NÁLGAST HÉR: http://www.fjolnir.is/fimleikar/frettir-fimleikadeild/haustonn-2017#.WZLboMlpzZ0
SKRÁNING Í FIMLEIKA/BIÐLISTA FER FRAM HÉR: https://fjolnir.felog.is/
Með bestu kveðju,
Halla Karí Hjaltested
Framkvæmdastjóri Fimleikadeildar Fjölnis
Fyrir 18 ára og eldri Fjölnis stráka og stelpur sem vantar vinnu með skóla (t.d. framhalds eða háskóla) í vetur þá eru laus störf hjá frístundaheimilunum í Grafarvogi.
Vinna með 6-9 ára krökkum eftir hádegið, hægt er að vinna frá einum upp í fimm daga í viku. Hvet alla áhugasama að sækja sem fyrst um, vinsælustu störfin eru í Grafarvogi og klárast oftast fyrst að ráða þau! Fyrir aðra áhugasama þá eru þetta líka frábær hlutastörf fyrir fólk á öllum aldri, mjög gefandi og skemmtileg.
Frábært að á frístundaheimilunum sé sem mest af Fjölnis íþróttafólki, það tengir börnin við íþróttir og þau fá góðar fyrirmyndir!
Forskráningu í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka á rmi.is lýkur kl. 13:00 á morgun, fimmtudaginn, 17. ágúst. Þeir sem ætla sér að taka þátt eru hvattir til að skrá sig fyrir þann tíma þar sem að þátttökugjöld hækka eftir að forskráningu lýkur.
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram í 34. sinn á laugardaginn 19.ágúst n.k. Rúmlega 11.300 manns eru þegar skráðir til þátttöku í hlaupið og safnar stór hluti þeirra til góðra málefna á vefnum hlaupastyrkur.is. Skráning og áheitasöfnun gengur vel og er töluvert meiri en á sama tíma í fyrra.
Kveðja
f.h. Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka
Anna Lilja Sigurðardóttir
Nú í haust stækka skólahljómsveitirnar í Reykjavík, en þeim verður heimilt að taka inn 130 nemendur í stað 120. Samtals geta því 520 nemendur verið í skólahljómsveitum í Reykjavík.
Hækkun framlaga til skólahljómsveita voru samþykkt á fundi skóla- og frístundaráðs nú í vikunni. Með henni er komið til móts við óskir stjórnenda sveitanna um að kjörstærð skólahljómsveitanna sé 130-140 börn. Hækkun framlags mun einnig nýtast þeim nemendum sem þurfa sérstakan stuðning í hljómsveitarstarfinu.
Reykjavíkurborg rekur fjórar skólahljómsveitir; Skólahljómsveit Austurbæjar, Skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar, Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts og Skólahljómsveit Grafarvogs.
Nemendur fá einkakennslu á hljóðfæri á grundvelli aðalnámskrár tónlistarskóla og skylda er að taka þátt í hljómsveitaræfingum og starfi hljómsveitanna.
Fyrir ári síðan, haustið 2016, var heimilt að hafa alls 441 nemanda í skólahljómsveitum borgarinnar en 1. janúar 2017 var fjölgað í sveitunum og heimild hækkuð í 480 nemendur eða 120 nemendur í hverri sveit., Með samþykkt ráðsins nú fjölgar nemendum í 130 í hverri sveit eins og áður segir.
Almennt er mikil ánægja hjá foreldrum með starf skólahljómsveitanna. Kostnaðarþátttöku foreldra er markvisst haldið í lágmarki og felst annars vegar í gjöldum sem falla undir ráðstöfun frístundakorts og hins vegar hljóðfæraleigu fyrir þá sem þurfa. Gjöldin vegna 2016-2017 voru 27.350 kr. og hljóðfæragjald 8.300 kr.
Í vinnu með starfsmönnum hljómsveitanna í vor kom fram sterk ósk um geta sett saman smærri samspilshópa samhliða hinu sterka hljómsveitarstarfi. Slíkt myndi styrkja nemendur sem tónlistarmenn og þjálfa þá í að nýta möguleikana sem ýmsar hljóðfærasamsetningar bjóða upp á. Settir verðar fjármunir til að gera tilraunir í þessa átt og fylgt eftir hvernig það nýtist og reynist.
Nánari upplýsingar veitir Sigfríður Björnsdóttir deildarstjóri
listfræðslu skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur, sími 6648491.
Næstkomandi sunnudag verður kertamessa kl. 11:00 í Grafarvogskirkju.
Séra Sigurður Grétar Helgason þjónar.
Organisti er Hákon Leifsson og forsöngvari leiðir söng.
Sumarið er tími kaffihúsaguðsþjónustunnar í Grafarvogskirkju. Andrúmsloftið er afslappað og fólk getur setið við borð með kaffiveitingum á meðan guðsþjónustan fer fram.
Sunnudaginn 6. ágúst verður kaffihúsaguðsþjónusta í Grafarvogskirkju kl. 11.00.
Sr. Grétar Halldór Gunnarsson prédikar, Hákon Leifsson leikur á píanó og Þórdís Sævarsdóttir er forsöngvari.
Vertu velkominn og láttu fara vel um þig!