Laugardagur 9. sept. – Frítt inn á völlinn og ókeypis súkkulaðikaka og mjólk
Nú er komið að lokakafla Íslandsmótsins í knattspyrnu hjá bæði meistaraflokki karla og kvenna.
Meistaraflokkur kvenna tekur á móti Einherja í síðasta leik tímabilsins á Extra vellinum kl. 11:00 á laugardaginn.
Það er ljóst að sigur tryggir liðinu sæti í 1. deild að ári.
Af því tilefni er bæði FRÍTT inn á völlinn og jafnframt er áhorfendum boðið upp á súkkulaðiköku og mjólk, að kostnaðarlausu.
Það er mikið um að vera í Grafarvoginum og í Dalhúsum þennan dag og við eigum von á metfjölda, því hvetjum fólk eindregið til þess að mæta tímanlega.
Eftir leikinn hjá stelpunum er svo kjörið að taka bíltúr vestur á Ólafsvík þar sem meistaraflokkur karla spilar kl. 16:30 í gríðarlega mikilvægum leik í baráttunni í Pepsi-deildinni.
Þinn stuðningur skiptir máli.
Hlökkum til að hefja laugardaginn með þér snemma á Extra vellinum.
Áfram Fjölnir !