Gallerí Korpúlfsstaðir
Frábær sýning listamanna á Korpúlfsstöðum í kvöld.
Gaman að sjá allt þetta handverk og ótrúlega gaman að hitta listafólkið á vinnustofum sínum.
Það er flott að hvað húsið er vel notað af öllum sem eru með aðstöðu þarna og vonum að þetta verði þarna áfram.
Gallerí Korpúlfsstaðir var stofnað 27. maí 2011. Galleríið er rekið af 15 listamönnum sem flestir eru með vinnustofur á Korpúlfsstöðum. Þeir skipta með sér vöktum og álagning því í lágmarki.
Fjölbreytt úrval verka er í galleríinu, málverk, grafík, vatnslitir, teikningar, gler, leir, tré, skart, textíll og barnaföt.
Listamennirnir eru: Ásdís Þórarinsdóttir, Bryndís G. Björgvinsdóttir, Dóra Kristín Halldórsdóttir, Edda Þórey Kristfinnsdóttir, Elísabet Stefánsdóttir, Guðfinna Anna Hjálmarsdóttir, Katrín V. Karlsdóttir, María Valsdóttir, Marilyn Herdís Mellk, Sigurður Valur Sigurðsson, Sæunn Þorsteinsdóttir, Valgerður Björnsdóttir, Þórdís Elín Jóelsdóttir, Þóra Björk Schram og Þuríður Ósk Smáradóttir.
Opnunartími:
Fimmtud-Föstud kl 14.00-18.00
Laugard-Sunnud kl 12.00-14.00
Gallerí Korpúlfsstaðir....