Rölt um Reykjavík
Við frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík ætlum að ganga í öll hverfi Reykjavíkurborgar í þessari og næstu viku. Frambjóðendur og hverfisbúar munu ganga hvert hverfi með það fyrir augum að sjá hvað þurfi að laga, hvað sé vel gert og ræða um stöðuna í hverfinu. Tekin verður saman staðan í hverju hverfi og verður það haft til hliðsjónar þegar stefna Sjálfstæðisflokksins í hverju hverfi fyrir sig verður gefin út.
Við hefjumst handa á morgun miðvikudag klukkan 17.30 í Grafarvogi þar sem við ætlum að hittast við heilsugæsluna Spönginni.
Eins og sést á myndunum þá stækkaði hópurinn er á leið. Fólk tók strax til við að ræða við frambjóðendur um hverfið okkar og hvað betur má gera.