Skrekkur skríður af stað
Sextán grunnskólar af 25 sem eru með unglingadeildir hafa skilað inn umsókn um að taka þátt í Skrekk, árlegri hæfileikakeppni grunnskólanna. Keppnin mun að vanda fara fram í nóvember í Borgarleikhúsinu.
Umsóknarfrestur fyrir þátttöku í Skrekk rennur út föstudaginn 26. september og víða í skólum eru nemendur þeg
ar farnir að huga að keppnisatriðum sem jafnan eru afar fjölbreytt. Umsjón með keppninni í ár hefur frístundamiðstöðin Frostaskjól.
Í fyrra var settur af stað rýnihópur til að fara yfir fyrirkomulag keppninnar þar sem sátu fulltrúar skólastjórnenda, félagsmiðstöðva og fulltrúar ungmennaráðs Reykjavíkur. Margt var rætt og ein af nýjungunum í ár er að unglingur mun sitja í dómnefndinni.
Undanúrslitakvöld í Skrekk verða 10. 12. og 12. nóv. og sjálft úrslitakvöldið þann 17. nóv. Keppnin fer öll fram í Borgarleikhúsinu. Dómnefnd velur tvö sigurlið á hverju úrslitakvöldi en að auki velur nefndin tvö lið til keppni á sjálfu úrslitakvöldinu þar sem atriði átta grunnskóla keppa til sigurs.
Héðinn Sveinbjörnsson í Frostaskjóli er verkefnastjóri Skrekks.