Skemmtileg skákheimsókn í Laugalækjarskóla
Rimaskóli og Laugalækjarskóli hafa í nokkur ár átt með sér áhugaverð samskipti á skáksviðinu með gagnkvæmum heimsóknum í skólana. Í báðum skólunum er mikið teflt og vel haldið utan um skákstarfið. Tuttugu krakkar í 4 . – 9. bekk í Rimaskóla heimsóttu Laugalækjarskóla og var að sjálfsögðu slegið upp skákmóti milli skáksveita skólanna. Rimaskóli sendi þrjár jafnar sex manna sveitir til leiks og Laugalækjarskóli fimm. Er skemmst frá því að segja að skáksveitir Rimaskóla töpuðu engri viðureign gegn Laugalækjarskóla, unnu fjórtán og gerðu eitt jafntefli. Um 50 krakkar frá skólunum tveimur tefldu í þessari heimsókn og stemmningin var frábær. Laugalækjarskóli sem er með nemendur í 7. – 10. bekk tók mjög vel á móti okkur og allir þátttakendur skemmtu sér vel og sýndu andstæðingum sínum gagnkvæma virðingu þó að aldursmunur væri talsverður á skólahópunum og Rimaskólakrakkarnir voru talsvert yngri. Stefnt er að heimsókn Laugalækjarskóla í Rimaskóla eftir rúman mánuð. (HÁ)