Innnes kaupir Búr
Heildverslunin Innnes ehf. gekk frá kaupum á öllu hlutafé Búrs ehf. þann
12. nóvember sl. eftir að Samkeppniseftirlitið staðfesti kaupin enda var það mat Samkeppnisstofnunnar að um óverulega samþjöppun sé um að ræða á þeim mörkuðum sem fyrirtækin hafa starfað á.
Búr ehf. hefur sérhæfir sig á ávaxta- og grænmetismarkaði, innlendum sem og innfluttum vörum og hefur boðið uppá yfir 400 vöruliði í ferskum ávöxtum og grænmeti. Íslensk framleiðsla nemur um þriðjungi af sölu fyrirtækisins.
Við sameiningu fyrirtækjanna undir nafni Innnes verður til ein stærsta og öflugasta matvöruheildsala landsins með eitt fjölbreyttasta vöruúrval sem boðið er upp á matvörumarkaði á Íslandi. Að því er fram kemur í tilkynningu er tilgangur Innnes með kaupunum á Búr að styðja við áframhaldandi vöxt á ferskvörumarkaði, stuðla að aukinni neyslu og um leið hvetja til hollara mataræðis landsmanna en með kaupunum. Þá segir að markmið Innnes sé að vera ávallt í farabroddi á sínu sviði hvað varðar vöruframboð, þjónustu til viðskiptavina sinna sinna og markaðssetningu vörumerkjanna.
Með samruna fyrirtækjanna verður velta Innnes rúmlega 9 miljarða í veltu og 160 starfsmenn munu starfa hjá fyrirtækinu eftir sameininguna.