Aðalfundur Fjölnis

Hérna má nálgast ársskýrslu Fjölnis 2016 Aðalfudur var haldinn 16.febrúar í Sportbitanum í Egilshöll. Þar með er öllum aðalfundum í félaginu lokið og nýjar stjórnir að taka til starfa. Jón Karl Ólafsson, formaður bauð fólk velkomið og var Örn Pálsson kosinn fundarstjóri og Laufey
Lesa meira

Guðsþjónustur sunnudaginn 19. febrúar

Guðsþjónusta kl. 11:00 í Grafarvogskirkju. Séra Sigurður Grétar Helgason prédikar og þjónar fyrir altari. Biblíudagurinn verður haldinn hátíðlegur. Kór Grafarvogskirkju syngur og organisti er Hákon Leifsson. Sunnudagaskóli á neðri hæð kirkjunnar kl. 11:00. Umsjón hefur Þóra Björg
Lesa meira

Margt í boði fyrir alla fjölskylduna í vetrarfríinu

Engum ætti að leiðast í vetrarfríinu sem verður í grunnskólum borgarinnar dagana 18.-21. febrúar. Frístundamiðstöðvar og menningarstofnanir bjóða upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna án endurgjalds og frítt verður í sundlaugar á tilteknum tímum. Meðal þess sem verður
Lesa meira

LIKE-aðu ef þú ert sammála að fá „Fjölnisbraut“ í hverfið!

Hverfisráð Grafarvogs óskar eftir við Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar að skipt verði um nafn á götu í hverfinu þ.e. „Hallsvegur“ verði framvegis nefndur „Fjölnisbraut“. Vegur þessi tengir saman stóran hluta Grafarvogs við helstu íþrótta- og frístundamannvirki
Lesa meira

Bikarsyrpa TR 2016-2017 – Mót 4 hefst föstudaginn 10. febrúar

Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur hefur fest sig í sessi undanfarin misseri og fer nú af stað þriðja árið í röð. Mót syrpunnar í vetur verða fimm talsins og hefur umferðum hvers móts verið fjölgað í sjö. Fjórða mót Bikarsyrpunnar hefst föstudaginn 10. febrúar og stendur til
Lesa meira

Jazz í hádeginu | Franskir kvikmyndatónar | Laugardaginn 11.febrúar í Bókasafninu Spönginni

Tónlistarhjónin Vignir Þór Stefánsson píanóleikari og Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir söngkona eru ekki innfæddir Grafarvogsbúar en hafa þó verið búsett í hverfinu lengi. Á febrúartónleikum Jazz í hádeginu flytja þau ásamt Leifi Gunnarssyni lög eftir franska kvikmyndatónskáldið og
Lesa meira

Fjölnir skólamót í handbolta 2017 – Dalhúsum 20.febrúar

Í vorhléi grunnskóla mun HKD Fjölnis halda skólamót fyrir alla í 5.-8. bekk. Allir þátttakendur, strákar og stelpur, byrjendur og lengra komnir eru beðnir um að mæta í íþróttafötum og í íþróttaskóm. Engin skráning. Bara mæta! Mæting í Fjölnishúsið við Dalhús 2. Komdu og kepptu
Lesa meira

Reykjavíkurúrval

Fyrsta æfing Reykjavíkurúrvalsins fór fram um helgina í Egilshöll. Fjölnir átti 8 leikmenn á æfingunni. Næsta æfing hópsins verður í lok febrúar. Gaman verður að fylgjast með strákunum í þessu verkefni og sjá hversu margir komast í lokahópinn fyrir Norðurlandamót höfuðborga sem
Lesa meira

Stuðningur áhorfenda mikilvægur

Frjálsíþróttakeppni WOW Reykjavik International Games fer fram í Laugardalshöllinni í dag og hefst klukkan 13:00. Sextán mjög góðir erlendir gestir taka þátt í mótinu auk fremsta frjálsíþróttafólks landsins. Erlendu gestirnir eru allir betri eða af svipuðu getustigi og okkar
Lesa meira

Stólpi Gámar – Gámasala og gámaleiga

Stólpi Gámar eru hluti af Stólpa ehf. sem er gamalgróið fyrirtæki sem hóf starfsemi sína 1974. Aðaleigandi fyrirtækisins til ársins 1999 var Þorlákur Ásgeirsson en núverandi aðaleigandi og framkvæmdastjóri er Ásgeir Þorláksson. Athafnasvæði Stólpa Gáma er að Klettagörðum 5 í
Lesa meira