Á öskudaginn kl. 18:00 mun forsætisráðherra Íslands, Bjarni Benediktsson, lesa fyrsta Passíusálm Hallgríms Péturssonar og Hákon Leifsson, organisti, leikur á píanó.

Alþingismenn og ráðherrar munu síðan lesa einn Passíusálm hvern virkan dag á föstunni eða fram á skírdag. Stundin hefst alla dag kl. 18:00 og er lesturinn rammaður inn í einfalda helgistund sem prestar safnaðarins leiða.