Skáksveit Rimaskóla Norðurlandameistari í skák

Það gekk frábærlega þrátt fyrir umhleypingasamt veður,
Þau voru vel veðurbarinn þegar þau komu inn í kaffisamsætið kl. 15:00
Þá biðu þeirra rjúkandi vöfflur, rjómi og sulta, ásamt snittum og heitu kaffi.
Það mætu tæplega 50 Korpúlfar til leiks og þau dreifðust vel um allt hverfið, hefðum aðeins þurft að eiga fleiri ruslatínur,
Því mörg fundur fyrir í mjöðmunum eftir daginn ef þau ekki höfðu ruslatínur.
Öllu ruslinu var safnað saman á kerru Nikulásar Friðriks verkefnastjóra fegrunarátaksins og Korpúlfs og það mældist 200 kg á Sorpu.
Síðast voru það 130 kg. á hreinsunardeginum í júlí.
Í lokin voru sagðar margar gamansögur frá deginum, nikkan dregin fram og sungið.
Þau hittu marga íbúa sem dáðust að framtaki þeirra og við megum öll vera afar stolt af þeim.
Leynileikhúsið í Grafarvogi og Grafarholti!!
Leynileikhúsið stendur að venju fyrir skapandi og skemmtilegum leiklistarnámskeiðum fyrir börn í 2.-8.bekk í Grafarvogi og Grafarholti.
Námskeiðin eru haldin í Rimaskóla og Ingunnarskóla og hefjast núna eftir helgi.
Það eru því að verða síðustu forvöð að skrá nemendur á námskeiðin, en skráningar fara fram á heimasíðu Leynileikhússins, www.leynileikhusid.is.
Fyrstir koma – fyrstir fá!
GLEÐI GLEÐI GLEÐI!!!!
Grafarvogur, Gufunesbær, 26. september, kl. 17-19
Gerðu hverfinu þínu gott!
Enginn þekkir hverfið þitt betur en þú og þess vegna viljum við ekki skipuleggja það án þín.
Það er spenna á heimilinu. Fyrsti skóladagurinn er á morgun. Skólataskan er tilbúin og búið að merkja blýanta og tréliti. Kannski er spennan þó fyrst og fremst hjá foreldrunum sem minnast síns fyrsta skóladags. Mamman man eftir að hafa setið á græna borðinu með Fjólu sem átti flottustu tússlitina. Það mátti ekki lita fast með þeim. Pabbinn man að það var erfitt að vera ári yngri en allir hinir í bekknum þegar hann var látinn hoppa yfir sex ára bekk og byrja í sjö ára bekk. Hann vonaði að hann myndi fljótlega eignast vin þótt hinir krakkarnir hefðu eins árs forskot.
Skóladrengurinn verðandi veltir þessu minnst fyrir sér og skilur kannski ekki alveg hvers vegna þetta er svona mikið mál. Þetta eru jú bara sömu krakkarnir og á leikskólanum.
Skólabyrjun á hausti er tilfinningaþrunginn tími. Mörg börn eru kvíðin á meðan önnur eru full tilhlökkunnar. Þau sem hafa orðið einelti eða líður ekki vel í skólanum eru kvíðin og jafnvel óttaslegin. Þau eiga jafnvel erfitt með að sofna. Þau sem eiga góða vini í bekknum og eiga auðvelt með námsefnið geta varla beðið.
Það er alltaf gaman að eignast nýjan yddara og tréliti. Og kannski gula reglustiku úr plasti sem ekki er hægt að brjóta. Innikaupalistinn er langur. Sumt er til, annað þarf að kaupa. Skólabyrjun á hausti getur verið þung byrði fyrir budduna á barnmörgum heimilum og á heimilum þar sem horfa þarf í hverja krónu. Þau heimili eru mörg.
Það er mikilvægt að vera meðvituð um að það er ekki alltaf gaman að byrja í skólanum. Það er vont að vera barnið sem ekki getur keypt allt sem stóð á innkaupalistanum. Að vera barnið sem ekki gat fengið ný föt þetta haustið og er vaxið upp úr því sem til er. Þá er gott að vita af Hjálparstarfi kirkjunnar, Rauða krossinum og öðrum sem geta útvegað föt á vægu verði eða jafnvel gefins.
En sem betur fer er fjöldi barna sem nýtur þess að hefja skólagöngu að hausti. Barna sem hlakka til að koma í nýja skólastofu eða gamla og vel þekkta. Barna sem hlakka til að fá nýja sessunauta eða að fá að sitja hjá gömlum vinum.
Biðjum fyrir börnum sem eru að byrja í skólanum. Fyrir því að skólastjórnendur og kennarar, foreldrar og börnin sjálf taki á öllu einelti, og komi í veg fyrir að farið sé illa með börn. Fyrir því að fullorðið fólk þori að taka ábyrgð og vera fullorðin þegar kemur að ofbeldi. Guð gefi öllum, börnum og fullornum, góðan vetur í skólum landsins.
Unglingsárin eru viðkvæmur tími. Þá eru unglingar rétt að byrja að fóta sig í lífinu, persónuleiki þeirra að mótast og sálarlíf þeirra er viðkvæmt fyrir ýmsum utanaðkomandi áhrifum. Foreldrar, sem og unglingarnir sjálfir, óska þess oft að þeir stæðu betur á sínu, hefðu meira sjálfstraust, væru jákvæðari eða að þeim gangi betur í skólanum. Allt frá því í mars 2004 hefur Dale Carnegie boðið upp á námskeið sem nefnist Næsta kynslóð og hefur það námskeið breytt lífi margra.
Námskeiðin Næsta kynslóð eru alveg eins uppbyggð og fullorðinsnámskeiðin hjá Dale Carnegie að öðru leyti en því að þessi námskeið eru sérsniðin fyrir unglinga. Unnið er út frá sex markmiðum, efling sjálfstrausts, bæta hæfni í mannlegum samskiptum, efla leiðtogahæfileika og tjáningu, bæta lífsviðhorf og svo er unnið að markmiðasetningu.
Námskeiðin eru haldin fyrir nokkra aldurshópa, 10-12 ára, 13-15 ára, 16-20 ára og 21-25 ára og nú þegar hafa verið útskrifaðir rúmlega 3500 þátttakendur. Námskeiðin eru í átta vikur, ásamt eftirfylgni eftir mánuð. Á námskeiðinu er mikið lagt upp úr því að hvetja og hrósa til að byggja upp sterka og góða sjálfsmynd. Þátttakendur eru hvattir að fara út fyrir þægindahringinn sinn og verkefnin eru til að byggja upp traust og auka samkennd. Þátttakendur setja sér markmið og þjálfarar hjálpa þeim svo að ná markmiðinu með því að fylgja þeim eftir. Aðhald og þjálfun er ein af ástæðunum fyrir því að námskeiðið ber árangur.
Námskeiðin eru hinsvegar engin skyndilausn og þátttakendur geta ekki bara mætt og ætlast til þess að þjálfararnir breyti lífi þeirra. „Þetta er eins og í líkamsrækt. Ef þú sinnir henni ekki og hugar að matarræðinu í leiðinni, þá nærðu ekki tilskildum árangri.“ Mikilvægast af öllu er jákvætt viðhorf og vilji því það er lykillinn að góðum árangri.
Næsta kynslóð... Dale - ungt fólk
Við byrjuðum rekstur þann 20. ágúst 2012 og erum því nýorðin eins árs. Við höfum öll langa reynslu af gleraugnasölu og að sjálfsögðu ríka þjónustulund.
Bjóðum Grafarvogsbúa velkomna til okkar í Mjóddinni.
www.facebook.com/GleraugnabudinMjodd
Skýrsla forsætisráðherra um störf faghóps um samræmdar aðgerðir til að efla lýðheilsu á Íslandi með hollara mataræði og aukinni hreyfingu var lögð fyrir Alþingi, á 133. löggjafarþingi 2006-2007. Í henni eru tillögur að margþættum aðgerðum sem leiða eiga til hollara mataræðis og aukinnar hreyfingar landsmanna.
Alþingi samþykkti 11. maí 2005 eftirfarandi þingsályktun um aðgerðir til að bæta heilbrigði Íslendinga með hollara mataræði og aukinni hreyfingu:
„Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að undirbúa áætlun um samræmdar aðgerðir til að efla lýðheilsu á Íslandi með hollara mataræði og aukinni hreyfingu. Faghópur á vegum forsætisráðuneytis verði settur á laggirnar til að greina vanda sem tengist óhollu mataræði, offitu, átröskun og hreyfingarleysi, bæði orsakir vandans og afleiðingar.
Að lokinni greiningu á orsökum og afleiðingum geri hópurinn tillögur að samræmdum aðgerðum og framkvæmdaáætlun sem lagðar verði fyrir ríkisstjórnina í apríl 2006. Við mat á afleiðingum verði m.a. horft til áhrifa á einstaklinginn, heilbrigði hans og félagslega stöðu, á atvinnulífið og á heilbrigðis- og tryggingakerfið og heildarkostnaður samfélagsins af afleiðingum vandans metinn. Við greiningu á orsökum verði horft vítt, svo sem á áhrif mataræðis og lífsstíls nútímafjölskyldna, áherslur á hreyfingu í starfi og aðalnámskrá leik- og grunnskóla. Enn fremur verði hugað að verðlagsmálum, aðstöðu almennings til íþrótta, útivistar og hreyfingar, skipulagi byggðar og samgangna og hlutverki starfsmanna skóla og heilbrigðisþjónustu við greiningu á vanda einstaklinga í forvarnaráðgjöf til foreldra og eftirfylgni aðgerða. Við skipun faghópsins verði haft í huga hve víðtækt verkefnið er og leitast við að tryggja þátttöku sem flestra viðkomandi ráðuneyta svo og fulltrúa Lýðheilsustöðvar sem hefur veigamiklu lögbundnu hlutverki að gegna á þessu sviði. Í starfi faghópsins verði haft til hliðsjónar markmið 11 í gildandi heilbrigðisáætlun, næringarráðleggingar manneldisráðs og samþykkt Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar: „Global strategy on diet, physical activity and health“.
Forsætisráðherra skipaði 31. október 2005 faghóp, til samræmis við ákvæði fyrrgreindrar ályktunar Alþingis. Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og blaðamaður var skipaður formaður faghópsins. Aðrir sem áttu sæti í faghópnum voru dr. Jón Óttar Ragnarsson næringarfræðingur, Halla Karen Kristjánsdóttir íþróttakennari, Anna Ólafsdóttir, forstjóri Lýðheilsustöðvar, Sæunn Stefánsdóttir, þáverandi aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, Árni Einarsson, uppeldis- og menntunarfræðingur, Sigurbjörn Sveinsson, formaður Læknafélags Íslands, Valur N. Gunnlaugsson matvælafræðingur og Petrína Baldursdóttir leikskólastjóri. Faghópurinn skilaði forsætisráðherra í september 2006 skýrslu, sem hér fylgir á eftir, um tillögur að fjölþættum aðgerðum til að efla lýðheilsu á Íslandi með hollara mataræði og aukinni hreyfingu. LÉTTARA LÍF Tillögur að fjölþættum aðgerðum til að efla lýðheilsu á Íslandi með hollara mataræði og aukinni hreyfingu.
Léttara Líf....
Út er komin hjá Veröld bókin Heilsubók Jóhönnu eftir Jóhönnu
Vilhjálmsdóttur
Hvernig getur þú aukið heilbrigði þitt, fyrirbyggt sjúkdóma, öðlast
meiri orku og jafnvel dregið úr hraða öldrunar? Í þessari áhugaverðu
bók fræðir Jóhanna Vilhjálmsdóttir þig um margvíslegar leiðir til
betri heilsu og aukinna lífsgæða.
Í liprum og lifandi texta sýnir Jóhanna fram á hvernig þú getur
stórbætt líf þitt með breyttu mataræði. Hún fjallar ítarlega um hina
ólíku fæðuflokka, fitusýrur, vítamín, steinefni og fjölmargt annað á
aðgengilegan hátt og vísar í niðurstöður fjölda rannsókna.
Jóhanna Vilhjálmsdóttir hefur um árabil sökkt sér niður í rannsóknir
á heilsu og forvörnum gegn sjúkdómum. Hún hefur lengi starfað við
fjölmiðlun þar sem hún hefur m.a. miðlað af þekkingu sinni um þessi mál.
Heilsubók Jóhönnu er sannkölluð fróðleiksnáma fyrir alla þá sem vilja
bæta líf sitt með aukinni vitund um mataræði og sjúkdóma og taka upp
hollari lífshætti.
„Jóhanna hefur skrifað merkilegt rit um leiðir til betra lífs og hvet
ég fólk til að lesa bókina og íhuga efnið.“
Sigmundur Guðbjarnason, prófessor emeritus og fyrrverandi rektor Háskóla Íslands