• HEIM
  • HAFÐU SAMBAND
facebook
email
Helgihald kyrruviku og páska í Grafarvogskirkju
Fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur 12. mars 2025
Keldnaland – niðurstöður samkeppni
Mjólkurbikar KSÍ 2024
Frábær árangur hjá 4 flokki kvenna í knattspyrnu á Barcelona girls Cup:
  • HEIM
  • FRÉTTIR
  • MYNDIR
    • MYNDIR ÚR HVERFINU
  • HVERFIÐ OKKAR
    • VIÐBURÐIR
    • GALLERÍ KORPÚLFSSTAÐIR
    • ATVNNULÍFIÐ
      • VERSLUNARKJARNAR
        • BREKKUHÚSUM
        • HVERAFOLD
        • KORPUTORG
        • LAUFRIMA 21
        • SPÖNGIN
      • Sorpa
        • HVERFISSKIPULAG REYKJAVÍKUR
        • Hlutverk
        • Pappír er ekki rusl
    • FÉLAGASAMTÖK
      • KORPÚLFAR – FÉLAG ELDRI BORGARA Í GRAFARVOGI
      • SKÁTARNIR
    • GRAFARVOGSKIRKJA
      • Fermingar 2020
      • KIRKJUBYGGINGIN
      • LOGAFOLD SAFNAÐARBLAÐ
    • GÖNGU OG HJÓLALEIÐIR
    • HVERFISRÁÐ
      • HVERFIÐ Í TÖLUM
    • Heilsugæsla í Grafarvogi
    • ÍTR
      • GUFUNESBÆR
    • KORT AF GRAFARVOGI
    • MENNING OG LISTIR
      • KARLAKÓR GRAFARVOGS
      • MENNINGARHÚS SPÖNGINNI
    • SAGA GRAFARVOGS
      • KORPÚLFSSTAÐIR
    • SKÓLARNIR Í GRAFARVOGI
      • FÉLAGSMIÐSTÖÐVAR
      • FRAMHALDSSKÓLAR
      • FRÍSTUNDAHEIMILI
      • HEIMILI OG SKÓLI – LANDSSAMTÖK FORELDRA
        • FORELDRASÁTTMÁLINN
      • LEIK- OG GRUNNSKÓLAR
      • TÓNLISTARSKÓLINN
      • TÓNSKÓLI HÖRPUNNAR
    • STOLT GRAFARVOGS
    • ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐVAR
      • DAGFORELDRAR
        • DAGFORELDRAR Í HVERFINU
      • FÉLAGSMIÐSTÖÐ Í SPÖNG
      • ELDRI BORGARAR
      • FERÐAÞJÓNUSTA FATLAÐS FÓLKS
      • FÉLAGSLEG RÁÐGJÖF
      • FÉLAGSLEGAR ÍBÚÐIR
      • FJÁRHAGSAÐSTOÐ
      • SÉRFRÆÐIAÐSTOÐ VIÐ GRUNNSKÓLA
      • SKAMMTÍMAVISTUN ÁLFALAND
  • AÐSENT EFNI
    • DALE CARNEGIE
      • NÆSTA KYNSLÓÐ
    • TAPAÐ – FUNDIÐ
    • JÓLIN Í GRAFARVOGINUM
  • ÍÞRÓTTIR
    • FJÖLNIR
      • Sumarnámskeið 2019
      • Sumarnámskeið 2018
      • Sumarnámskeið 2016
    • GOLFKLÚBBUR REYKJAVÍKUR – KORPA
    • ÍÞRÓTTIR OG ÚTIVERA
    • GRAFARVOGSLAUG
      • ALMENNAR UPPLÝSINGAR
  • UM OKKUR

Aðsent efni

Skráning í matjurtagarðana er hafin

25 mar 2015
Kristjan Sigurdsson
0

MatjurtagarðarSkráning í matjurtagarðana er hafin. Reykjavíkurborg vill koma til móts við þá borgarbúa sem vilja leigja matjurtagarða sumarið 2015.

Tvöhundruð matjurtagarðar verða leigðir út á vegum borgarinnar í Skammadal auk sexhundruð fjölskyldugarða (áður Skólagarðar Reykjavíkur) í Breiðholti, Árbæ, Vesturbæ, Fossvogi, Laugardal og Grafarvogi.

Hvað kostar að leigja matjurtagarð?

Leigugjöld ársins 2015 eru 5.000 kr. fyrir garðland í Skammadal (ca. 100m2) og 4.800 kr. fyrir garð í fjölskyldugörðunum (ca. 20m2).  Umsóknir þurfa að berast fyrir 31.mars. Úthlutun garða verður afturkölluð hafi greiðsla ekki borist á eindaga.

Aðstaða í görðunum

Görðunum verður skilað tættum og merktum.  Hægt verður að komast í vatn hjá öllum görðum. Plöntur og útsæði fylgja ekki með görðunum.

Hvernig er sótt um þjónustuna?

Upplýsingar má finna hjá mhverfis- og skipulagssviði í síma 411-1111. Umsóknir sendist á netfangiðmatjurtagardar@reykjavik.is

Hvenær eru garðarnir afhentir?

Garðarnir verða tilbúnir upp úr miðjum maí og verður tilkynning sett á heimasíðu Reykjavíkurborgar.

Fyrirspurnir og/eða ábendingar
Reykjavíkurborg hefur einnig gert samning við Garðyrkjufélag Íslands um rekstur matjurtagarða í Stekkjarbakka og Grafarvogi.   Nánari upplýsingar um þá er að finna á heimasíðu Garðyrkjufélags Íslands, www.gardurinn.is , undir Grenndargarðar.
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar

 

Email, RSS Follow

Malbikunarviðgerðir í Grafarvoginum

24 mar 2015
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Grafarvogur., Malbikun

Við íbúar Grafarvogs fögnum því að sjá þetta.

Það er mikil þörf á viðgerðum um alla borg.

 

IMG_0711_vefur IMG_0712_vefur IMG_0714_vefur IMG_0715_vefur

 

 

Email, RSS Follow

Fjölnir „spútniklið“ fyrstu deildar annað árið í röð

23 mar 2015
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Barnastarf, Fjölnir, Grafarvogur., Skák

Sputnik IForráðamenn Skákdeildar Fjölnis geta verið ánægðir með árangur skáksveitanna þriggja sem tefldu fyrir deildina á Íslandsmóti skákfélaga 2015 sem lauk í Rimaskóla um helgina. A sveitin, sem á sæti í deild hinna bestu, B sveit sem var að tefla í fyrsta sinn í 3. deild og C sveit sem tefldi í 4. deild. Fjölnir virðist standa best í skákinni af öllum deildum félagsins því 4. sætið í 1. deild af 10 liðum er betri árangur en þekkist í boltaíþróttunum. Skákdeildin hefur á 11 árum unnið markvisst barna-og unglingastarf sem er að skila sér órtrúlega vel. Í sterkri A sveit í 1. deild eru þrír 16-17 ára gamlir strákar sem urðu margsinnis Norðurlandameistarar með Rimaskóla.

 

IMG_6323_sputnikEnginn skákmaður getur lengur bókað sigur gegn þeim Degi, Oliver Aroni eða Jóni Trausta. Það sama á við um B sveitina sem náði 5. sæti, nýliðar í 3. deild. B sveitin er líka að stórum hluta afrekskrakkar úr Rimaskóla á aldrinum 13 – 23 ára og eru þessir krakkar allir bara á uppleið. Dagur Ragnarsson hinn 17 ára gamli Norðurlandameistari í A flokki sýndi enn og aftur hversu sterkur skákmaður hann er orðnn því að hann fór taplaus í gegnum Íslandsmót skákfélaga 1. deild og hlaut 7 vinninga af 9 mögulegum.

 

 

IMG_5126_sputnikÍ B sveitinni í 3. deild var það Hörður Aron Hauksson sem stóð sig best og ótrúlega vel, því að hann fékk 6,5 vinninga úr þeim 7 skákum sem hann tefldi. Hörður Aron varð Norðurlandameistari með Rimaskóla árin 2004 og 2008 en hvíldi skákina á menntaskólaárum. Skákdeildin státar af þremur afreksstúlkum sem tefla með B – sveitinni, þær Nansý, Hrund og Sigríður Björg. Skákdeild Fjölnis er nokkurs konar „spútniklið“ 1. deildar og að halda 4. sætinu með engan erlendan skákmann síðustu tvær umferðirnar er auðvitað bara afrek sem góð liðsheild og litlar breytingar innan hópsins skapa.

 

 

Email, RSS Follow

Skráning í matjurtagarða

22 mar 2015
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Barnastarf, Börn, Grafarvogur., Matjurtagarðar

Skráning í matjurtagarðana er hafin. Reykjavíkurborg vill koma til móts við þá borgarbúa sem vilja leigja matjurtagarða sumarið 2015

  • Ung snót með væna uppskeru.

Hvar eru matjurtagarðarnir?

Tvöhundruð matjurtagarðar verða leigðir út á vegum borgarinnar í Skammadal auk sexhundruð fjölskyldugarða (áður Skólagarðar Reykjavíkur) í Breiðholti, Árbæ, Vesturbæ, Fossvogi, Laugardal og Grafarvogi.

 

Hvað kostar að leigja matjurtagarð?

Leigugjöld ársins 2015 eru 5.000 kr. fyrir garðland í Skammadal (ca. 100m2) og 4.800 kr. fyrir garð í fjölskyldugörðunum (ca. 20m2).  Umsóknir þurfa að berast fyrir 31.mars. Úthlutun garða verður afturkölluð hafi greiðsla ekki borist á eindaga.

Aðstaða í görðunum

Görðunum verður skilað tættum og merktum.  Hægt verður að komast í vatn hjá öllum görðum. Plöntur og útsæði fylgja ekki með görðunum.

Hvernig er sótt um þjónustuna?

Upplýsingar má finna hjá mhverfis- og skipulagssviði í síma 411-1111. Umsóknir sendist á netfangið matjurtagardar@reykjavik.is

Hvenær eru garðarnir afhentir?

Garðarnir verða tilbúnir upp úr miðjum maí og verður tilkynning sett á heimasíðu Reykjavíkurborgar.

Fyrirspurnir og/eða ábendingar
Reykjavíkurborg hefur einnig gert samning við Garðyrkjufélag Íslands um rekstur matjurtagarða í Stekkjarbakka og Grafarvogi.   Nánari upplýsingar um þá er að finna á heimasíðu Garðyrkjufélags Íslands, www.gardurinn.is , undir Grenndargarðar.
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar

Email, RSS Follow

Sunnudagurinn 22. mars

22 mar 2015
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Barnastarf, Bænahald, Fermingar í Grafarvogi, Grafarvogskirkja, Prestar, Rimaskóli

Grafarvogskirkja

FermingFerming kl. 10.30.
Séra Vigfús Þór Árnason og séra Sigurður Grétar Helgason.
Kór kirkjunnar syngur.
Organisti: Hákon Leifsson.
Sjá fermingarbörn

Sunnudagaskóli kl. 11.00.
Umsjón hafa séra Arna Ýrr Sigurðardóttir og Þóra Björg Sigurðardóttir.
Undirleikari er Stefán Birkisson.

Ferming kl. 13.30.
Séra Vigfús Þór Árnason og séra Guðrún Karls Helgudóttir.
Kór kirkjunnar syngur.
Organisti: Hákon Leifsson.
Sjá fermingarbörn

Kirkjuselið í Spöng

Guðsþjónusta kl. 13.00
Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir prédikar og þjónar fyrir altari.
Vox Populi syngur.
Organisti: Hilmar Örn Agnarsson.

Sunnudagaskóli á sama tíma.
Umsjón hefur: Ásthildur Guðmundsdóttir.
Undirleikari: Stefán Birkisson.

Email, RSS Follow

Fjölnir unnu öruggan sigur á ÍH í 1.deild karla í kvöld á heimavelli,

21 mar 2015
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Fjölnir handbolti, Grafarvogur.

DSC_3477Fjölnir unnu öruggan sigur á ÍH í 1.deild karla í kvöld á heimavelli, 33-16. Staðan í hálfleik var 16-8, fyrir Fjölni og sigurinn var aldrei í hættu líkt og tölur sýna.

Með sigri Fjönis komust þeir upp við hlið Selfoss í 3.sæti deildarinnar með 27 stig og eru allar líkur á því að þessi lið munu mætast í umspili um sæti í Olís-deild en Selfoss eiga heimaleikjaréttinn eins og staðan er nú þegar tvær umferðir eru eftir af deildinni.

Sindri Freyr Gunnarsson var markahæstur í liði Fjölnis í kvöld með 12 mörk og Björgvin Páll Rúnarsson gerði átta mörk í leiknum. Í liði ÍH var Guðni Guðmundsson markahæstur með fimm mörk.

Fjölnir 33-16 ÍH (16-8)

Mörk Fjölnir: Brynjar Loftsson 12, Björgvin Páll Rúnarsson 8, Kristján Örn Kristjánsson 4, Breki Dagsson 3, Bjarki Lárusson 3, Unnar Arnarsson 2, Sveinn Þorgeirsson 1.

Mörk ÍH: Guðni Guðmundsson 5, Jón Ásbjörnsson 4, Þórir Bjarni Traustarson 2, Ólafur Fannar Heimisson 2, Aðalstein Gíslason 1, Snorri Rafn Thedórsson 1.

Fjölnir-ÍH main DSC_3340_vefur DSC_3365_vefur DSC_3374_vefur DSC_3378_vefur DSC_3382_vefur DSC_3396_vefur DSC_3408_vefur DSC_3412_vefur DSC_3417_vefur DSC_3418_vefur DSC_3429_vefur DSC_3434_vefur DSC_3435_vefur

 

 

Email, RSS Follow

Krakkar í Rimaskóla Grafarvogi horfa á sólmyrkvann

20 mar 2015
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Barnastarf, Grafarvogur., Rimaskóli, Sólmyrkvinn

Mikill fjöld krakka horðu á sólmyrkvann í morgunn.

 

IMG_6268_vefur IMG_6273_vefur IMG_6277_vefur IMG_6280_vefur IMG_6281_vefur IMG_6284_vefur IMG_6290_vefur IMG_6294_vefur IMG_6300_vefur

 

Email, RSS Follow

Oliver Aron í hópi meistaranna á Reykjavik Open í Hörpunni

20 mar 2015
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Barnastarf, Bænir, Fjölnir skák, Rimaskóli, Skák

reykop15_sigurvegararOliver Aron Jóhannesson (2212) 16 ára Fjölnismaður varð efstur í flokki ungmenna á alþjóðlega skákmótinu Reykjavik Open sem lauk í Hörpu sl. miðvikudag. Árangur Olivers í mótinu, en hann hlaut 7 vinninga af 10,  var sérlega glæsilegur, og hann var eini titillausi keppandinn í efstu 49. sætunum. Hinir í hópi efstu voru allir stórmeistarar, alþjóðlegir meistarar eða FIDE meistarar. Oliver Aron endaði í 31. sæti af 271 keppanda.

Með þessum árangri rýkur hann upp ELÓ-stigatöfluna. Stórmeistari okkar Fjölnismanna Héðinn Steingrímsson hlaut 6,5 vinninga og ungu skákstirnin Jón Trausti Harðarson og Dagur Ragnarsson hlutu 5,5 vinninga.

Nansý Davíðsdóttir 13 ára hækkaði um 50 skákstig á mótinu og bróðir hennar Joshua sem tefldi á sínu fyrsta alþjóðlega móti fer inn á stigalistann eftir þetta mót með árangur 1500 stiga skákmanns.

Systkinin Hörður Aron og Hrund Hauksdóttir og Jóhann Arnar Finnsson 14 ára hækkuðu öll á stigum með góðum árangri á mótinu. Öll tefldu þau eða tefla fyrir Rimaskóla í gegnum árin.

Næsta verkefni þessara afreksmanna er að tefla fyrir Skákdeild Fjölnis á Íslandsmóti félagsliða í Rimaskóla dagana 19. – 21. mars.

 

Email, RSS Follow

Jón Karl Ólafsson endurkjörinn formaður Fjölnis

18 mar 2015
Kristjan Sigurdsson
0

 

Jón Karl Ólafsson var sæmdur starfsmerki UMFÍ.

Jón Karl Ólafsson var sæmdur starfsmerki UMFÍ.

Jón Karl Ólafsson var endurkjörinn formaður Ungmennafélagsins Fjölnis á aðalfundi félagsins sem haldinn var í Egilshöllinni í Grafarvogi 12. mars. Helga Jóhannsdóttir, stjórnarmaður í Ungmennafélagi Íslands, sæmdi á aðlfundinum Jón Karl Ólafsson formann Fjölnis starfsmerki UMFÍ.

Auk Jón Karls formanns skipa stjórn Fjölnis þau Birgir Gunnlaugsson, Ásgeir Heimir Guðmundsson, Kristján Friðrik Karlsson, Sveinn Ingvarsson, Laufey Jörgensdóttir og Ólöf Inga Guðbjörnsdóttir.

Almenn bjartsýni ríkti á fundinum en starfið innan félagsins er gríðarlega mikið og á síðasta ári var fjölgun í flestum deildum. Bygging á nýju fimleikahúsi er í fullum gangi en það verður tekið í notkun á næsta ári. Þá eiga Fjölnismenn í viðræðum við borgaryfirvöld um byggingu á íþróttahúsi.

 

Email, RSS Follow
« First‹ Previous124125126127128129130Next ›Last »
banner
banner
banner
banner
banner
banner

Gagnlegir tenglar

  • HEILSUGÆSLAN
  • MIÐGARÐUR
  • HVERFIÐ MITT
  • MOJE_S_SIEDZTWO
  • MANO_KAIMYNIST_JE
  • MY NEIGHBOURHOOD

Börnin okkar

  • FRAMHALDSSKÓLAR
  • GUFUNESBÆR
  • LEIK OG GRUNNSKÓLAR
  • SKÁTAFÉLAGIÐ HAMAR
  • TÓNLISTARSKÓLINN

GRAFARVOGSBÚAR Á FLICKR

Allur réttur áskilinn © 2024
www.grafarvogsbuar.is