Lokalestur Passíusálma Hallgríms péturssonar sem lesnir hafa verið á föstunni í Grafarvogskirkju, verður á miðvikudaginn kl. 18:00. Þá mun Mörður Árnason, varaþingmaður lesa lokasálminn úr nýrri útgáfu sinni um Passíusálmana. Megas mun flytja tvo Passíusálma við undirleik Hilmars Arnars Agnarssonar.

Á föstudaginn langa mun Sjónvarpið – RUV sýna upptöku frá því í fyrra er Megast, ásamt fleirum, flutti alla Passíusálmana við eigin tónlist.

Á föstudaginn langa mun Sigurður Skúlason flytja alla sálmana 50. Einnig verða flutt nokkur tónlistaratriði í umsjá Hákonar Leifssonar, organista.