Siggi átti flotta innkomu á svæði Fjölnis við Dalhús, þar sem honum var vel fagnað af vinum og góðum félögum.
Hann átti einnig gott hlaup inná völlinn í miðjum leik til að fagna syni sínum..
Þróttarinn Sigurður Hallvarðsson hefur glímt við erfið veikindi í 10 ár. Sonur Sigga, Aron Sigurðason, leikur með Fjölni í fyrstu deildinni og svo skemmtilega vildi til að Fjölnir lék gegn Þrótti í kvöld.
Sigurður klæddist keppnistreyju sem innihélt liðsliti beggja félaga, heilsaði liðunum fyrir leik, gaf dómaranum rautt spjald og sá loks son sinn skora gegn sínu uppáhaldsliði. Dómarinn stöðvaði leikinn í kjölfarið svo að Sigurður gæti komið inn á völlinn og fagnað með syni sínum.