Fyrri hluti Íslandsmóts félagsliða í skák fór fram í Rimaskóla helgina 10. -13. október. Um 400 skákmenn tefla undir sama þaki í fjórum deildum og fjölmargir áhorfendur lögðu leið sína á skákstað til að fylgjast með. A – sveit Fjölnis keppti nú að nýju í 1. deild eftir árshlé og teflir fram yngstu og efnilegustu skáksveitinni í deildinni. Þeir Dagur Ragnarsson, Oliver Aron Jóhannesson og Jón Trausti Harðarson sem nýlega urðu Norðurlandameistarar með Rimaskóla stóðu aldeilis fyrir sínu í fyrri hluta mótsins og fengu 60% vinninga þrátt fyrir að tefla „upp fyrir sig“ allan tímann. Tveir erlendir skákmeistarar tefldu með A sveitinni, þeir Thomas Henrichs frá Þýskalandi 80% vinninga og Floris van Asseldelft frá Hollandi sem var með 40% vinninga.
Þrátt fyrir fallspá liðsstjóra 1. deildar félaga þá gekk Fjölnismönnum betur en nokkur átti von á og með frammistöðunni í fyrri hluta Íslandsmótsins þá er A – sveit Fjölnis nú þegar búin að tryggja sér áframhaldandi veru í deild hinna bestu.
Staðan í 1. deild eftir 5 umferðir af 9.
Rk. |
Skáksveitir: |
TB1 |
TB2 |
|
|
|
|
1 |
Taflfélag Vestmannaeyja a-sveit |
28,5 |
9 |
2 |
GM Hellir a-sveit |
28 |
8 |
3 |
Víkingaklúbburinn a-sveit |
27 |
9 |
4 |
Taflfélag Reykjavíkur a-sveit |
24,5 |
4 |
5 |
Taflfélag Bolungarvíkur a-sveit |
24 |
6 |
6 |
Skákfélag Akureyrar a-sveit |
23,5 |
8 |
7 |
Skákdeild Fjölnis a-sveit |
19,5 |
4 |
8 |
GM Hellir b-sveit |
11,5 |
0 |
9 |
Vinaskákfélagið |
7 |
2 |
10 |
Taflfélag Reykjavíkur b-sveit |
6,5 |
0 |