Betri hverfi 2014 – settu þína hugmynd inn

Þessi skemmtilegi göngustígur tengir Staðahverfi í Grafarvogi við Korputorg.

Þessi skemmtilegi göngustígur tengir Staðahverfi í Grafarvogi við Korputorg.

Betri aðstaða í öllum hverfum Reykjavíkur. 1. Nóvember sl. , var opnað fyrir innsetningu nýrra hugmynda fyrir Betri hverfi 2014 á samráðsvefnum Betri Reykjavík.  Opið verður fyrir innsetningu hugmynda  til 1. desember nk.

Síðustu tvö ár hafa íbúar sent inn hugmyndir sínar að nýjum verkefnum til að fegra og bæta hverfin í Reykjavík. Þetta hafa þeir gert á samráðsvefnum Betri Reykjavík. Í fyrra bárust um 600 hugmyndir frá íbúum í Reykjavík. Farið er yfir allar hugmyndir, þær metnar að verðleikum og kostnaðarmetnar. Hverfisráð borgarinnar hafa síðan hönd í bagga með því hvaða hugmyndum er stillt upp til rafrænna hverfakosninga.

Á síðustu tveimur árum hafa íbúar forgangsraðað yfir 200 verkefnum í rafrænum hverfakosningum sem Reykjavíkurborg hefur framkvæmt.
Sum verkefnanna sem kosin voru til framkvæmda  á þessu ári eru enn á framkvæmdastigi en verkefnin sem kosin voru árið 2012 hafa þegar verið framkvæmd.
Reykjavíkurborg hefur alls varið 600 milljónum til verkefnanna á tveimur árum. Á næsta ári verður 300 milljónum varið til framkvæmda á verkefnum í hverfum sem íbúar kjósa sér. Haldnar verða rafrænar hverfakosningar í mars 2014 og kosið á milli hugmynda sem settar verða inn á undirvefinn Betri hverfi 2014.

Íbúar eru hvattir til að taka þátt í hugmyndavalinu strax á fyrsta stigi. Það geta þeir gert með því að fylgjast með innsendum hugmyndum á vefnum. Þar er hægt að styðja hugmyndir og skrifa rök með eða á móti. Farið verður yfir innsendar hugmyndir á íbúafundum í öllum hverfum sem Reykjavíkurborg mun standa fyrir í janúar.
Kíktu á www.betrireykjavik.is og settu inn þína hugmynd.

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.