Stórt fimleikamót haldið í Egilshöll
Um næstu helgi fer fram Haustmót 2 í 3., 2., 1. þrepi og frjálsum æfingum. Mótið er haldið af fimleikadeild Fjölnis í Egilshöll í nýjum og glæsilegum sal félagsins.
Að þessu sinni eru um 175 keppendur skráðir til leiks úr 9 félögum. Búast má við spennandi keppni í öllum flokkum. Á mótinu er keppt til verðlauna í fjölþraut og á einstökum áhöldum.
Hér má sjá Facebook viðburð mótsins: