Sunnudaginn 4. desember n.k. frá kl. 13-17 verður haldin jólamarkaður í Gufunesbæ
Nokkrir Grafarvogsbúar standa fyrir jólamarkaðinum þar sem fjölbreytnin mun ráða ríkjum og finna má ýmislegt fallegt og fjölbreytta íslenska hönnun. Á markaðinum verður kósý stemming og þar verður hægt að fá áhugaverða muni fyrir heimilið eða í jólapakkana. Sem dæmi má nefna; barna- og dömufatnað, skart af ýmsu tagi, kerti, hagnýtan og fallegan húsbúnað fyrir heimilð, töskur og kraga og margt fleira.
Meðal þátttakenda verða GUP-design, Mistur, Fínindi, Kósyföt, NaNa, Blúndugler, Gallery Ilmur, Plexigler, Leður og roðtöskur og fleira spennandi….
Hvetjum Grafarvogsbúa, og alla hina, til að mæta með jólaandann, skapa skemmtilega stemmingu og hafa gaman saman. Hver veit nema Jólamarkaður í Grafarvogi verði að árlegum viðburði. Ho ho hó
Með bestu kveðju
Skoða á Facebook