Getraunakaffið fer aftur af stað eftir viku á laugardaginn 13. janúar í Egilshöll 10-12 alla laugardaga
Getraunakaffið hefst núna á laugardaginn 13. janúar í Egilshöll og verður á milli kl. 10-12 eins og alltaf. Fjölnir á 30 ára stórafmæli í ár eins og þið vitið. Við lofuðum stærra og flottara kaffi og við stöndum við það Vinningarnir eru eftirfarandi: 1.sæti - 100.000 kr. gjafabréf frá Icelandair og 1x Gullkort á völlinn (25.000 kr.) 2. sæti - 15.000 kr. gjafabréf frá Hverfisbúðinni, 1x Árskort á völlinn (15.000 kr.) og 10.000 kr. gjafabréf frá Gullöldinni. 3. sæti. - 1x Árskort á völlinn (15.000 kr.) og 10.000 kr. gjafabréf frá Gullöldinni. Hér má sjá reglur hópleiksins (allir standa jafnt): http://www.fjolnir.is/knattspyrna/getraunir1/ Sérstakur vinningur er í boði fyrir þá sem skrá sig til leiks. Þú ert kominn í pottinn með því bara að taka þátt. Dregið úr skráðum liðum. Þá ætlum við reglulega að fá góða aðila til að mæta og halda smá tölu. Þjálfarar meistaraflokka kvenna og karla þeir Páll Árnason og Ólafur Páll Snorrason ríða á vaðið og fara yfir stöðuna hjá liðunum sínum. Guðni Bergson formaður KSÍ ætlar svo að heiðra okkur með nærveru sínni þann 3. febrúar í tilefni af 30 ára afmæli Fjölnis! Fleiri fallbyssur verða tilkynntar síðar. Húspotturinn verður reglulega yfir tímabilið (þá er lagt í púkk og stofnaður einn stór seðill). Svo er auðvitað kaffi og bakkelsi frá Bakarameistaranum á sínum stað. Þannig að þetta er spikfeit dagskrá, gert til að hafa gaman og félagslegt. Spurningin er bara ert þú klár? Ef svo er skráðu þig þá bara strax til leiks í gegnum meðfylgjandi skráningarblað og sendu á 1x2@fjolnir.is og málið er dautt. Annars er alltaf hægt að græja þetta á laugardaginn í persónu. Sjáumst á laugardaginn Allir velkomnir hvort sem þeir hafa áhuga á fótbolta eða ekki :) Áfram Fjölnir!