Fjölnismessa, sunnudagaskóli og Selmessa sunnudaginn 20. október
Ungmennafélagið Fjölnir og Grafarvogskirkja bjóða í nærandi og skemmtilega Fjölnismessu næstkomandi sunnudag kl. 11.00. Þessar tvær mannræktarstofnanir í Grafarvogi koma saman og lyfta að ljósi mikilvægi þess að vera heilbrigð sál í hraustum líkama.
Séra Grétar Halldór Gunnarsson leiðir stundina. Iðkendur Fjölnis ganga saman inn með heiðursfána Fjölnis undir söng Fjölnislagsins. Jón Karl Ólafsson, formaður aðalstjórnar, segir frá Fjölni og svarar spurningum um starfið. Ungir iðkendur úr starfi Fjölnis verða messuþjónar og flytja bænir. Kór Grafarvogskirkju leiðir söng undir stjórn Hákons Leifssonar organista. Halldóra Ósk Helgadóttir flytur einsöng.
Við hvetjum ykkur öll að koma í Fjölnislitunum og/eða Fjölnistreyjum.
Eftir góða stund í kirkjunni er ykkur öllum boðið að þiggja messukaffi.
Sunnudagaskóli verður á neðri hæð kirkjunnar kl. 11:00. Umsjón hefur Þóra Björg Sigurðardóttir og Hólmfríður Frostadóttir. Undirleikari er Stefán Birkisson.
Selmessa kl. 13:00. Séra Sigurður Grétar Helgason prédikar og þjónar. Barna- og unglingakór Grafarvogskirkju leiðir söng. Stjórnandi kórsins er Sigríður Soffía Hafliðadóttir og organisti er Hákon Leifsson.