SAMbíómót 2019

Körfuknattleiksdeild Fjölnis í samvinnu við SAMbíóin Egilshöll heldur enn eitt árið stórmót í körfuknattleik fyrir yngstu iðkendurnar.

Þátttakendur á mótinu eru stelpur og strákar fædd 2008 og síðar. Tæplega 700 þátttakendur í 139 liðum hafa skráð sig til leiks í mótið.

Mótið fer fram fyrstu helgina í nóvember líkt og síðustu ár, þ.e. helgina 2. – 3. nóvember 2019.

Mótið er frábær fjölskylduskemmtun þar sem m.a. er boðið upp á fullt af körfubolta, bíó, sund, skauta, hrekkjavökustemmingu, andlitsmálun fyrir blysför og kvöldvöku, gistingu, mat, ís og verðlaun.

Hægt að skoða nánari upplýsingar um mótið hérna……

Um höfundinn

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.