Fjölnir sigrar Hött í körfubolta
Fjölnir vann öruggan sigur á Hetti, 88:62, í fyrsta leik liðanna um laust sæti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á heimavelli í kvöld. Fjölnismenn voru með 14 stiga forskot í hálfleik, 51:37.
Liðin mætast öðru sinni á föstudaginn á Egilsstöðum og vinni Fjölnir þann leik tryggir liðið sér sæti í úrvalsdeildinni. Ef Höttur vinnur á föstudag kemur til oddaleiks á þriðjudaginn eftir viku á heimavelli Fjölnis.
Leikurinn í kvöld var jafn fyrstu 15 mínúturnar en eftir það tóku leikmenn Fjölnis öll völd á leikvellinum og tryggðu sér öruggan sigur.