Grafarvogssókn 25 ára
Eins og safnaðarfólki er kunnugt heldur Grafarvogssöfnuður upp á 25 ára afmæli sóknarinnar á þessu ári en sóknin var stofnuð þann 5. júní l989.
Nýlega ákvað sóknarnefndin að gefa út afmælisbók vegna þessara tímamóta þar sem saga sóknarinnar í þessi 25 ár verður sögð. Sigmundur Ó. Steinarsson, rithöfundur og ritstjóri hefur verið ráðinn til að skrá söguna en hann hefur komið að skráningu nokkurra bóka. Nú síðast Knattspyrnusögu Íslands.
Ljóst er að kostnaður við útgáfu slíkrar bókar, sem verður skemmileg, myndræn og nútímaleg, verður töluverður. Sóknarnefnd ætlar því að leita til fólksins í söfnuðinum og bjóða því að skrá sig á heillaóskalista „Tabula gratulatoria.” Sá sem skráir sig á heillaóskalistann fær nafn sitt birt í afmælisbókinni og bókina afhenta eftir hátíðarguðsþjónustu í kirkjunni þann 21. september nk. kl. 11.00. Biskup Íslands, séra Agnes M. Sigurðardóttir, mun prédika. Kaffisamsæti verður eftir guðsþjónustuna.
Mjög stór hópur fólks hefur tekið virkan þátt í kirkjustarfinu á liðnum 25 árum og því er vonast til að margir vilji eignast bókina og að vel gangi að fjármagna útgáfuna.
Gleðjumst á afmælisári Grafarvogssóknar og eignumst okkar eigin sögu, skráða af kunnáttumanni!
Bókin kostar 5.000 kr.
Heillaóskalisti „Tabula gratulatoria.“ Hjón skrá sig saman og er kostnaður sá sami og hjá einstaklingi